Milljón sinnum húrra, við höfum opnað fyrir umsóknir! Þetta ár verður það með breyttu sniði og á nýjum stað. Mennta- og barnamálaráðuneytið heldur áfram að styrkja Ævintýrabúðir Reykjadals <3
Opið fyrir umsóknir fyrir sumarið 2025!
Athugið að mikilvægt er að umsóknin sé samviskusamlega útfyllt og fyrir 28. febrúar 2025.
Í ár verða Ævintýrabúðirnar okkar til húsa í Hlíðardal í Þorlákshöfn. Sumarbúðirnar eru fyrir börn á aldrinum 8-18 með adhd og/eða einhverfu og eru með stuðningsþarfir eða fyrir þau sem þurfa á félagslegum stuðning að halda.
Raðað verður í hópa eftir áhugamálum, aldri og félagslegum tengslum. Það verður í boði að velja um sumarbúðir annars vegar með áherslu á list og útilíf og hins vegar íþróttir og útilíf.
Vináttan er mikilvægur þáttur í starfsemi Reykjadals. Við leggjum mikla vinnu í að raða í hópa í von um að gestir okkar geti eignast vini og séu fremstir meðal jafningja.
Í Reykjadal er hugmyndafluginu sleppt lausu og þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt. Lögð er áhersla á það að allir sem þangað sækja fái að njóta sín á sínum eigin forsendum og skemmti sér í góðra vina hópi í metnaðarfullri dagskrá.
Þetta árið getum við boðið upp á 5 daga dvöl og kostar dvölin 44.500 kr.
Úthlutun mun fara fram í mars 2025 og kemur í tölvupósti.
Ef eitthvað er óljóst má hafa samband með tölvupósti á reykjadalur@slf.is
