Umsókn um ævintýranámskeið Reykjadals

Ævintýranámskeið Reykjadals 

Í sumar ætlar Reykjadalur að halda ævintýranámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun og/eða sérþarfir á höfuðborgarsvæðinu. Unnið er eftir hugmyndafræði sumarbúðanna í Reykjadal. Gleði, jákvæðni og ævintýri lýsa starfinu í Reykjadal vel. Þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt og ævintýrin látin gerast. ​Við leggjum áherslu á að hver og einn einstaklingur njóti sín á sínum forsendum og sé fremstur meðal jafningja. 

Í sumar ætlum við að bjóða upp á systkinahópa á ævintýranámskeiðinu vikurnar 19.-23.júlí og 9.-13.ágúst. 

Markmiðið er að styrkja systkinatengslin með því að verja tíma saman í skemmtilegu umhverfi og gera þeim kleift að tengjast öðrum í svipuðum aðstæðum.

Tími: Skipulögð dagskrá er frá kl. 9-16. Boðið er upp á gæslu frá 8-9 og 16-17 svo allir ættu að geta fundið hentugan viðverutíma. Nánari dagsetningar koma síðar.

Aldur: 0-18 ára

ATH - Raðað er á námskeiðin með aldur og vináttu að leiðarljósi. Því er ekki hægt að lofa hvaða viku barnið fær úthlutað en við reynum eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir allra.

Persónuupplýsingar
þess sem kemur til dvalar
Upplýsingar varðandi umsækjanda
Ath. ekki er þörf á að skila inn greiningargögnum.


Heilsufar

þ.e. tekur barnið lyf á milli kl. 9 og 16 að deginum.


T.d. augn- eða eyrnabólgur, ofnæmi, þvagsýkingu eða annað? (Meðhöndlun)
Félagsleg atriðiHvar hefur umsækjandi sótt dagvistun, skóla eða vinnu?
hvað finnst honum/henni gaman að gera?

Matarvenjur
Annað
t.d. við að klifra, týnast, stinga af o.fl.
t.d. eitthvað sem hann er hræddur við?

Má umsækjandi fara í vettvangsferðir (óvissuferðir)?
t.d á heilsugæslu.
Notkun myndefnis

Með því að velja já gefur þú Styrktarfélagi lamaðra og fatlðra heimild til að nota myndir af barninu þínu í kynningarskyni. Við vöndum okkur við myndbirtingar og veljum myndir sem allir eru ánægðir með. Ef óskað er eftir því að mynd verði fjarlægð eða eytt mun félagið umsvifalaust verða við þeirri ósk.

Samfélagmiðlar Reykjadals og SLF eru notaðar til að fræða aðstandendur og aðra um starfsemina. Við vöndum okkur við myndbirtingar og veljum myndir sem allir eru ánægðir með. Ef óskað er eftir því að mynd sé tekin út og eytt er umsvifalaust orðið við þeirri beiðni. Vert er að hafa í huga að samfélagmiðlar hafa sína eigin skilmála og safna upplýsingum sem þar eru birtar. Með því að velja já gefur þú starfsfólki Reykjadals heimild til að birta myndir af barninu þínu á samfélagsmiðlum Reykjadals og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Mynd af umsækjanda