Kærleikskúlan

Kærleikskúlan er listmunur sem er seldur til að fjármagna starf sumarbúðanna í Reykjadal.  

Reykjadalur eru sumarbúðir á vegum Styrktarfélags lamaðara og fatlaðra. Þar gefst börnum og ungmennum sem ekki hafa kost á að fara í aðrar sumarbúðir tækifæri á að koma í sumardvöl. Einnig er boðið upp á helgadvöl á veturna.

Kærleikskúlan er blásin glerkúla tær eins og kærleikurinn með borða í rauðum lit, lit lífskrafts og gleði, jóla og vináttu. Eins og mennirnir eru engar tvær kúlur nákvæmlega eins en allar fallegar, hver á sinn hátt.

Sala Kærleikskúlunnar stendur yfir í 15 daga í desember og rennur allur ágóði til  Reykjadals.

 

Kærleikskúlurnar og listamenn þeirra:

2003 Erró

2004 Ólafur Elíasson

2005 Rúrí

2006 Gabríela

2007 Eggert Pétursson

2008 Gjörningaklúbburinn

2009 Hreinn Friðfinnsson

2010 Katrín Sigurðardóttir

2011 Yoko Ono

2012 Hrafnhildur Arnardóttir

2013 Ragnar Kjartansson

2014 Davíð Örn Halldórsson

2015 Ragna Róbertsdóttir

2016 Sigurður Árni Sigurðsson

2017 Egill Sæbjörnsson

2018 Elín Hansdóttir

2019 Ólöf Nordal

Kærleikskúlan er gerð í takmörkuðu upplagi. Kúlan er, eins og annað gler, brothætt og því mikilvægt að meðhöndla hana sem slíka. Best er að strjúka af henni með þurrum, mjúkum klút, án hreinsiefna.