Hreyfihvöt

Hreyfihvöt er hópþjálfun fyrir krakka í 3.-5. bekk grunnskóla sem þurfa að auka líkamlega færni sína og áhuga á hreyfingu.

 

Markmið:

  •   Efla grófhreyfifærni, úthald og styrk
  •   Efla þátttöku og áhuga gagnvart hreyfingu
  •   Hvetja til aukinnar hreyfingar

 

Námskeiðslýsing:

Þjálfunin er fjölbreytt og miðast við að efla undirstöðuatriði í líkamlegri færni, þar sem unnið er með boltafærni, hopp, jafnvægi og leiki.

Þjálfunin fer fram í íþróttasal Æfingastöðvarinnar.

Hámark 6 þátttakendur í hverjum hóp.

Námskeiðinu lýkur með samráðsfundi foreldra   og þjálfara.

 

Staður:

Æfingastöðin, Háaleitisbraut 13.  

 

Tími:

1x í viku, 40 mínútur í senn, alls 8-10  skipti.

Námskeið á vor- og haustönn.

 

Umsjón:

Sjúkraþjálfarar

Ábyrgðarmaður:   Bríet Bragadóttir    

 Til baka í yfirlit hópa