Eftirfylgni einstaklinga með CP - CPEF

Undanfarin ár hafa Æfingastöðin og Endurhæfing-þekkingarsetur boðið skjólstæðingum sínum að taka þátt í árlegri eftirfylgni sem ætluð er einstaklingum með CP (Celebral Palsy) og CP lík einkenni, svokallaðrni CP eftirfylgni eða CPEF. Bæði er boðið upp á eftirfylgni með börnum með CP eða svipuð einkenni og fullorðnum einstaklingum með CP eða svipuð einkenni.

CPEF er þýtt og staðfært sænskt eftirfylgnikerfi (CP Uppföljning - CPUP) sem  notað er í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og víðar til að fylgjast með heilsu og færni einstaklinga með CP. Með CPEF skoðun getur fagfólk fylgst með þróun hjá hvejum einstaklingi og komið auga á varúðarmerki. Niðurstaða skoðunarinnar hefur áhrif á val þjálfara á meðferð hverju sinni. Þátttaka í CPEF er valfrjáls og hægt er að hætta þátttöku hvenær sem er.

Tilgangur með CP eftirfylgni er að auka lífsgæði einstaklinga með CP með því að:

  • bjóða upp á kerfisbundna og fyrirfram ákveðna eftirfylgni með færni og heilsu
  • samræma eftirlit og meðferð
  • auka fagþekkingu og samvinnu á milli fagstétta sem sinna einstaklingum með CP.
  • auka þekkingu á einkennum einstaklinga með CP
  • meta áhrif af mismunandi meðferðum iðju-, og sjúkraþjálfara, hjálpartækja, lyfjameðferða og annarra læknisaðgerða.
  • koma í veg fyrir alvarlegar liðkreppur eða mjaðmaliðlos með fyrirbyggjandi aðgerðum  og stuðla að því að börnin nái sem mestri mögulegri færni.
  • fá heildarmynd af hreyfifærni og áhrifum hreyfiskerðingar á færni við dagleg viðfangsefni.

Upplýsingar fyrir skjólstæðinga og aðstandendur:

Fylgiskjöl fyrir fagaðila:

Önnur skjöl: