Starfsfólk

 

Reykjadalur

 

Starfsmenn Reykjadals eru langoftast ungir námsmenn á aldrinum 18 - 29 ára. Margir eru í námi á heilbrigðisvísindasviði í háskólum landsins en annars koma þau alls staðar að úr samfélaginu. Einungis er lögð áhersla á að starfsmenn hafi áhuga á starfinu, séu ábyrgðarfullir en jafnframt lífsglaðir og til í allan leik og gleði. 

Haldin eru fræðslunámskeið á hverju ári fyrir starfsmenn til að undirbúa þau fyrir sumarið. Þar er farið í rétta líkamsbeitingu við ýmis störf, fræðslu á flogaveiki, skyndihjálparnámskeið og jákvæð samskipti á vinnustað. 

Starfsmenn Reykjadals sjá alfarið um alla dagskrárgerð á sumrin og á veturna og hafa upp á sitt fordæmi haft samband við og fengið ýmsa leynigesti  til að koma í heimsókn í Reykjadal sem er ávallt mjög vinsælt. 

Starfsmenn okkar eru úrræðagóðir og snjallir, góðir í að finna upp á nýjum leikjum og hafa þeir að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt. 

Forstöðukona Reykjadals er Margrét Vala Marteinsdóttir.  Hægt er að ná í hann í síma 535-0907 og 695-4879 eða með því að hringja í Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í síma 535-0900.

Það má einnig hafa samband með því að senda tölvupóst á reykjadalur@slf.is.

Smellið hér til að fylla út starfsumsókn