Umsókn um sumarstarf hjá Reykjadal

Langar þig til að skapa ævintýri í sumar? – Ný og spennandi störf fyrir námsmenn

Við leitum að ábyrgðarfullu og drífandi fólki til að starfa við ný og spennandi sumarverkefni Reykjadals. Verkefnin eru unnin að frumkvæði félagamálaráðuneytisins sem viðbrögð við félagslegum áhrifum Covid- 19 faraldursins. Markmið verkefnanna er að bjóða börnum og ungmennum með fötlun og/eða sérþarfir upp á afþreyingu í sumar og rjúfa félagslega einangrun þeirra eftir þær erfiðu aðstæður sem sköpuðust í kjölfar útbreiðslu faraldursins.

Við leitum að starfsfólki í þrenns konar verkefni:

  • Við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði verður leikjanámskeið í anda Reykjadals fyrir börn og ungmenni á aldrinum 8-18 ára með fötlun og/eða sérþarfir. Unnið er í dagvinnu.
  • Í Grindavík verða sumarbúðir fyrir fullorðið fatlað fólk á aldrinum 21-35 ára. Unnið er á vöktum. Við leitum að fólki til að sjá um skemmtidagskrá og veita gestum okkar þá þjónustu sem þeir þurfa. Við leitum einnig að matráð og starfsfólki á næturvaktir.
  • Í Vík í Mýrdal leitum við að fólki til starfa við orlofsbúðir fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Starfsfólkið tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá og aðstoðar fjölskyldurnar eftir atvikum.

Þetta er tilvalið tækifæri til að öðlast reynslu og taka þátt í skemmtilegu sumarstarfi. Við leitum að fólki sem hefur áhuga á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi. Tímabilið er um 5-6 vikur. Það er kostur ef umsækjandi getur hafið störf sem fyrst og unnið er út miðjan ágúst.

Við hvetjum sérstaklega nemendur á félags- og heilbrigðisvísindasviði til að sækja. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakavottorð.

Helstu verkefni:

Hæfniskröfur:

  • Ummönnun og aðstoð við gesti eftir  atvikum
  • Skipulag á dagskrá
  • Ýmis tilfallandi verkefni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálstæði í starfi
  • Áhugi á að starfa með fólki
  • Nákvæmni og fagmennska í vinnubrögðum

 

Starf
Það má velja fleiri en einn valmöguleika
Persónuupplýsingar
Menntun & fyrri störf
Fyllið út menntun á eftirfarandi máta: Skóli - Námstími - Starfsréttindi (ný lína)
Tilgreindu námskeið sem tengjast starfi sem sótt er um.
Fyllið út fyrri störf á eftirfarandi máta: Nafn vinnuveitanda - Staða/starf - Frá - Til (ný lína)
s.s. starf með fötluðum/börnum/öldruðum
Almennar upplýsingar
Fyllið út Umsögn á eftirfarandi máta: Nafn og staða - Vinnustaður - Sími (ný lína)