01.11.2025
Það gleður okkur að tilkynna að Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur fengið nýtt nafn – Gló stuðningsfélag.
Lesa meira
21.10.2025
Föstudaginn 24. október 2025 fer fram Kvennaverkfall um land allt. Konur og kvár eru hvött til að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf og sýna samstöðu með kröfum Kvennaárs. Vegna þessa má búsast við röskun á öllu samfélaginu þennan dag og á það einnig við hjá okkur á Æfingastöðinni.
Lesa meira
21.10.2025
Ykkur er boðið í nafnaveislu, laugardaginn 1. nóv. kl. 15 í Reykjadal í Mosfellsdal, til að fagna nýju nafni og nýrri ásýnd Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Æfingastöðvarinnar og Reykjadals.
Lesa meira
11.09.2025
CP-dagurinn á Æfingastöðinni var bæði fræðandi og gefandi og undirstrikaði enn á ný mikilvægi samvinnu, þekkingar og stuðnings. Við þökkum innilega öllum sem mættu – gestum, þátttakendum og frábæru fagfólki.
Lesa meira
08.09.2025
Í dag fögnum við mikilvægi sjúkraþjálfunar og þess ómetanlega starfs sem sjúkraþjálfarar sinna daglega. Á Æfingastöðinni styðja sjúkraþjálfarar börn og ungmenni til aukinnar þátttöku og leggja metnað í að opna leiðir til tækifæra í stað takmarkana.
Lesa meira
29.08.2025
Framhaldsaðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (SLF), sem haldinn var 28. ágúst, samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að taka upp ný lög fyrir félagið og breyta nafni þess. Á fundinum var kosin ný sjö manna stjórn og nýtt níu manna notenda- og fagráð. Gestaráð Reykjadals mætti á fundinn og kynnti starf sitt. Það var einstaklega mikil ánægja meðal félagsmanna að kynnast ráðinu og þeim verkefnum sem það vinnur að. Starf ráðsins var tekið fagnandi og ljóst að þar felast spennandi tækifæri til að þróa þátttöku gesta og fjölskyldna enn frekar í framtíð félagsins.
Lesa meira
28.08.2025
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra færði Lionsklúbbi Njarðar innilegar þakkir á dögunum fyrir höfðinglegar gjafir til Æfingastöðvarinnar.
Í tilefni afhendingarinnar komu meðlimir úr Lionsklúbbnum í heimsókn í Æfingastöðina, þar sem þeir kynntu sér starfsemina og hittu starfsfólk og gesti.
Lesa meira
25.08.2025
Æfingastöðin stendur fyrir CP degi þriðjudaginn 10. september. Að þessu sinni koma tveir öflugir sérfræðingar frá Noregi og Svíþjóð til landsins og munu deila nýjustu þekkingu á sviði CP-eftirfylgdar og þátttöku. Skráning hafin!
Lesa meira
21.08.2025
Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra boðar til framhaldsaðalfundar í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, fimmtudaginn 28.ágúst kl.17:00.
Lesa meira
18.08.2025
🏃♀️ Hlaupafólkið okkar getur treyst á okkar stuðning! 🏃♂️
Lesa meira