Fréttir

Æfingastöðin og skrifstofa SLF loka vegna sumarleyfa

Lokað verður á Æfingastöðinni og skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra frá og með 15. júlí til 6. ágúst.
Lesa meira

WOW Cyclothon er hafið og söfnun farin á fulla ferð

Hjólarar í einstaklingskeppni og Hjólakrafti lögðu af stað í gærkvöldi á nítjánda tímanum frá Ölgerðinni. Þrír þátttakendur eru skráðir til leiks í einstaklingskeppninni en hátt í 60 hjólarar taka þátt með Hjólakrafti. Söfnunin fyrir sumarbúðirnar í Reykjadal hefur farið vel af stað.
Lesa meira

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti 2019

Dregið var úr sumarhappdrætti þann 17. júní. Vinningstölur má nálgast hér á heimasíðu okkar.
Lesa meira

Hjóla - og grillkvöld WOW Cyclothon og Reykjadals

Margt var um hjólarann í grillveislu sem haldinn var í sumarbúðunum í Reykjadal í gærkvöld. Viðburðurinn markaði það að formleg söfnun er nú hafin í WOW Cyclothon og því getur almenningur byrjað að heita á keppnisliðin. Styrkurinn mun síðan renna óskiptur til Reykjadals.
Lesa meira

Listamaðurinn Atli Már hannar nýtt útlit á Reykjadalsbolina

Skemmtilegt er að segja frá því að í ár var tekin ákvörðun um að breyta aðeins til og gera nýja gerð af Reykjadalsbolunum. Atli Már Indriðason teiknaði sérstaka mynd fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Reykjadal til að nota. Atli Már var nýlega valinn listamaður listar án landamæra 2019.
Lesa meira

Ný stjórn hefur verið kosin

Ný stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra var kosin á framkvæmdaráðsfundi þann 27. maí síðastliðinn.
Lesa meira

Íþrótta - og ævintýrabúðir ÍF

Íþrótta - og ævintýrabúðir Íþróttasambands fatlaðra munu verða haldnar í sumar í fyrsta skiptið en árið í ár markar 40 ára áfanga-afmæli íþróttasambandsins. Búðirnar eru ætlaðar þeim einstaklingum sem eru fæddir á árunum 2005-2009.
Lesa meira

Raddir fatlaðra barna - skýrsla frá sérfræðihóp

Umboðsmaður barna hefur gefið út skýrslu sem sýnir niðurstöður sérfræðihóps fatlaðra barna og ungmenna. Í skýrslunni koma fram ábendingar ungmennana um það sem betur mætti fara í ýmsum málefnum sem snertir þau beint. Þar má nefna skólamál, aðgengismál, tómstundastarf, einelti, fordóma og virðingu í samskiptum.
Lesa meira

Reiknistofa Bankanna styrkir Reykjadal

Á hverju ári framkvæmir RB eða Reiknistofa Bankanna, þjónustukönnun á meðal sinna viðskiptavina og fyrir hvert svar sem þau hafa fengið í könnuninni er gefinn styrkur til góðs málefnis.
Lesa meira

Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2019

Lesa meira