Hagnýtar upplýsingar - sumardvöl í Reykjadal

Síminn í Reykjadal er 5666-234. Vaktsími Reykjadals er 699-5466

Sími hjá forstöðumanni, Andreu Róa er 6968321 og hægt að senda á reykjadalur@slf.is.

Nauðsynlegt er að hafa með góðan útivistarfatnað, góða skó, stígvél, hlý föt, regnfatnað og sundföt. Þvegið er á hverjum degi og því þarf ekki að hafa mikinn fatnað meðferðis. Allir eiga að koma með sængurföt en ekki lök og handklæði.

Nauðsynlegt er að merkja allt vel sem haft er meðferðis, bæði hluti og flíkur, svo allt komist til skila. Vinsamlega fyllið fatalistann samviskusamlega út. Munið eftir nauðsynlegum hjálpartækjum.

Vinsamlegast hafið lyf í lyfjaboxum eða lyfjapokum ásamt útfylltu lyfjablaði þegar komið er í Reykjadal. Við biðjum ykkur að afhenda forstöðukona eða vaktstjóra lyf við komu á skrifstofu Reykjadals.

Farsímar og tölvur til afþreyingar eru ekki leyfðar í Reykjadal og biðjum við ykkur að virða það. Spjaldtölvur sem notaðar eru sem hjálpartæki eru leyfðar annars biðjum við ykkur um að skilja þær eftir heima.

Við minnum á að starfsfólk Reykjadals ber ekki ábyrgð á leikföngum og því biðjum við ykkur að geyma heima það sem ekki má týnast né eyðileggjast.

Gestirnir þurfa ekki að hafa pening með sér í sumardvölina og ekki er leyfilegt að koma með gos og sælgæti.