Algengar spurningar

Hvar er Æfingastöðin til húsa? 

Æfingastöðin er til húsa að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík, sjá kort.
Sími: 535 0900. Netfang: aefingastodin@slf.is

Útibú Æfingastöðvarinnar í Hafnarfirði
Íþróttahúsinu við Strandgötu, 220 Hafnarfirði - Sjá kort


Hvenær er opið?

Æfingastöðin er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 16:00.


Hvert skal hafa samband varðandi þjálfun eftir að beiðni er komin? 

Varðandi sjúkraþjálfun skal hafa samband við Áslaugu Guðmundsdóttur yfirsjúkraþjálfara, asa@slf.is, sími 535 0905. Varðandi iðjujálfun skal hafa samband við Gerði Gústavsdóttur yfiriðjuþjálfa, gerdur@slf.is, sími 535 0926.


Hverjir geta leitað til Æfingastöðvarinnar? 

Þú getur leitað til Æfingastöðvarinnar ef:

- Þú átt barn sem þarf aðstoð við að halda í við jafnaldra í leik og starfi.
- Þú ert með hreyfihömlun og þarft aðstoð við líkamsþjálfun og hjálpartæki.
- Þú ert með Parkinsonsjúkdóm og vilt stunda líkamsrækt í hóp undir eftirliti reyndra sjúkraþjálfara.
- Þig vantar fræðslu, ráðgjöf eða upplýsingar um þjónustuna.
- Ef þú vilt komast í samstarf vegna hæfingar eða endurhæfingar.

Hér má lesa nánar um hvernig þjónustuferlið fer fram.


Hvernig er greiðslufyrirkomulagið?

Komugjald á Æfingastöðina er greitt samkvæmt reglum Sjúkratrygginga Íslands um sjúkra- og iðjuþjálfun. Nánari upplýsingar hér.


Hvað ef ég kemst ekki í skráðan tíma?

Við  biðjum fólk vinsamlega að tilkynna forföll með góðum fyrirvara.  Ef ekki er mætt i skráðan tíma og ekki látið vita af forföllum verður að greiða forfallagjald sem er það sama og komugjald.

 

Hvað er iðjuþjálfun?

Iðjuþjálfar leggja áherslu á að efla færni sem tengist iðju barna. Með aukinni færni er barninu gert mögulegt að taka þátt í leik og daglegum viðfangsefnum sem hafa þýðingu fyrir það. Iðjuþjálfar vinna í nánu samstarfi við börn og ungmenni, fjölskyldur þeirra og aðra sem veita þeim þjónustu.

Iðjuþjálfun fer fram á Æfingastöðinni að Háaleitisbraut 13 og í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.

Þjónusta iðjuþjálfa:

 • Eigin umsjá - klæðnaður, snyrting, borðhald

 • Fínhreyfifærni - grip, handbeiting, vinnulag

 • Félagsfærni - þátttaka, samskipti, sjálfsmynd

 • Tómstundaiðja - virk þátttaka, áhugi, ánægja

 • Skynjun - upplifun, viðbrögð, aðstæður

 • Aðlögun umhverfis - skipulag, vinnuumhverfi, líkamsstaða

 • Tölvuvinna - tjáskipti, forrit, sérbúnaður

 • Hjálpartæki - aðlögun og þjálfun


Hvað er sjúkraþjálfun?

Sjúkraþjálfarar búa yfir víðtækri þekkingu á stoðkerfi líkamans, hreyfingum og hreyfiþroska. Sjúkraþjálfarar aðstoða skjólstæðinga við að bæta, viðhalda og nýta líkamlega færni sína svo þeir eigi auðveldara með að sinna því sem þeir þurfa og vilja taka sér fyrir hendur í daglegu lífi, hreyfa sig og viðhalda góðri heilsu. Lögð er áhersla á náið samstarf við skjólstæðinga, fjölskyldur þeirra og aðra sem veita þeim þjónustu.

Þjónusta sjúkraþjálfara er mismunandi að umfangi og innihaldi eftir þörfum hverju sinni en takmarkið er ávallt að auka möguleika, virkni og þátttöku í leik og starfi. Þjónustan er fyrst og fremst veitt á Æfingastöðinni en einnig fer hún fram í nærumhverfi skjólstæðinga, svo sem á leikskólum og í skólum.

Sjúkraþjálfarar vinna með skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra að eflingu og viðhaldi:

 • Líkamlegs ástands

 • Hreyfistjórnunar og samhæfingar

 • Líkamsvitundar og skynjunar

 • Hreyfiþroska og grófhreyfifærni

Sjúkraþjálfarar:

 • Veita upplýsingar og þjálfun í daglegri færni

 • Taka þátt í aðlögun umhverfis til að stuðla að aukinni þátttöku

 • Veita ráðleggingar um bættar líkamsstöður sem vinna gegn aflögunum, verkjum og leiða til aukinnar virkni og samskipta

 • Aðstoða við val og útvegun hjálpartækja og kenna notkun þeirra

 • Vinna að bættri líkamlegri líðan, verkjameðferð

 • Kenna vinnustellingar og lyftitækni