- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
1. Fá beiðni frá lækni: Beiðni um þjónustu þarf að koma frá lækni, t.d. heimilislækni eða barnalækni.
2. Senda beiðni til Æfingastöðvarinnar: Beiðnir fyrir iðjuþjálfun sendist til Gerðar Gústavsdóttur yfiriðjuþjálfa og beiðnir um sjúkraþjálfun sendist til Kolbrúnar Kristínardóttur yfirsjúkraþjálfara.
3. Staðfesting og biðtími: Þegar beiðni hefur borist er hún staðfest með tölvupósti ásamt upplýsingum um starfsemi Æfingastöðvarinnar og hugsanlegan biðtíma.
4. Þjónusta hefst:
Þegar þjónusta hefst boða sjúkraþjálfari og/eða iðjuþjálfi foreldra á fund til þess að gera þjónustuáætlun. Í sameiningu er ákveðið að hverju skuli stefnt, farið er yfir heilsufar barnsins og núverandi færni. Það fer eftir aldri, aðstæðum og ósk foreldra hvort barnið kemur með í fyrstu heimsókn.
Þjálfarar meta færni barnsins með stöðluðum prófum og ýmsum athugunum sem hæfa getu og aldri barnsins. Þjálfun fer ýmist fram í einstaklingsþjálfun og/eða hópþjálfun.
Lengd þjálfunartímabils er mismunandi eftir einstaklingum. Sumir ná markmiðum sínum fljótt og þurfa ekki á frekari aðstoð að halda. Aðrir setja sér ný markmið og koma í reglulegt eftirlit og/eða þjálfun í ákveðinn tíma.