Sækja um þjónustu

 

ALMENNT

1. Beiðni: Beiðni um þjónustu þarf að koma frá lækni.

2. Senda beiðni: Beiðnina er hægt að senda til Æfingastöðvarinnar á öruggan hátt gegnum Signet transfer hér.

 3. Staðfesting og biðtími: Þegar beiðni hefur borist er hún staðfest með tölvupósti ásamt upplýsingum um starfsemi Æfingastöðvarinnar.

4. Þjónusta hefst: Þegar þjónusta hefst er haft samband við foreldra/forráðamenn og þeim boðinn tími fyrir barnið eða þau boðuð á fund með sjúkra- og/eða iðjuþjálfa. Í sameiningu er ákveðið að hverju skuli stefnt, upplýsinga er aflað um heilsufar og þátttöku barnsins í daglegu lífi. Nánar um ferli þjónustunnar má sjá í bæklingi um þjónustuáætlun. 

 

UNGBARNAÞJÓNUSTA

Ungabörn geta komið í allt að 5 skipti til sjúkraþjálfara án tilvísunar frá lækni.  Til að sækja um þjónustu fyrir ungabarn vinsamlegast vistið þetta eyðublað, fyllið það út og sendið til okkar á öruggan hátt í gegnum Signet Transfer hér.

 

 

ÞJÁLFUN OG MAT

Þjálfarar meta færni barnsins með stöðluðum prófum og ýmsum athugunum sem hæfa getu og aldri barnsins. Þjálfun fer ýmist fram í einstaklingsþjálfun og/eða hópþjálfun.

Lengd þjálfunartímabils er mismunandi eftir einstaklingum. Sumir ná markmiðum sínum fljótt og þurfa ekki á frekari aðstoð að halda. Aðrir setja sér ný markmið og koma í reglulegt eftirlit og/eða þjálfun í ákveðinn tíma.