Karfan þín

Karfan er tóm.

Námskeið: Börn og andleg heilsa

[Uppselt er á námskeiðið!]

Æfingastöðin stendur fyrir námskeiðinu Börn og andleg heilsa dagana 21. og 22. nóvember 2024. Um er að ræða tveggja daga námskeið undir leiðsögn Pernille Thomsen sem er sérstaklega hannað fyrir iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiði eru 25 manns. Vinsamlegast athugið að námskeiðið fer fram á ensku. 

 

Námskeiðslýsing *enska að neðan

Á námskeiðinu verður sjónum beint að samspili líkamlegra og sálfélagslegra þátta í tengslum við líðan barna og ungmenna. Svokallað lífsálfélagslegt sjónarhorn á heilsu leggur áherslu á að andleg vanlíðan getur birst í taugalífeðlisfræðilegum viðbrögðum, svo sem magaverk, skjálfta, hjartsláttarónotum, svefntruflunum og höfuðverk. Ýmsir sálfélagslegir þættir eins og sjálfstraust og sjálfsöryggi hafa áhrif  á líðan sem og umhverfi og aðstæður sem börn búa við.  

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á hvernig iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar geta með gagnreyndum leiðum stuðlað að betri andlegri líðan barna í gegnum hreyfingu, snertingu og öndun og þannig verið mikilvægur liður í þverfaglegri teymisvinnu.  

Auk þess verður fjallað um margbreytileika taugakerfisins í tengslum við kvíða, ADHD og einhverfu og hvernig iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar geta lagt sitt af mörkum til að bæta vellíðan barna og ungmenna með taugamargbreytileika (neurodiversity).   

 

Leiðbeinandi 

Pernille Thomsen lektor í sjúkraþjálfun og sérfræðingur í meðferð barna með ADHD, einhverfu, kvíða og streitutengd einkenni.  

https://pernillefys.dk/ 

 

Dagsetning og staður 

21.-22.nóvember 2024 

Æfingastöðin, Háaleitisbraut 13 

 

Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar

[Uppselt er á námskeiðið!]

Námskeiðsgjald er 62.000 kr. Hádegismatur og kaffi er innifalið í námskeiðsgjaldi. Hámarksfjöldi þátttakenda eru 25 manns.

Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag með því að senda tölvupóst á kolla@slf.is

Æfingastöðin áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið.

 

_

[Sold out] Children and Mental Health 

For occupational therapists and physiotherapists 

21.-22. November 2024 

Location: Æfingastöðin, Háaleitisbraut 13 

Price: 62.000 

Participants max: 25 

 

Description

This course focuses on the well-being of children and young people from a bio-psycho-social perspective. Well-being from a bio-psycho-social perspective emphasizes that well-being can be felt in the body's neurophysiology—such as having a stomachache, shaking, heart palpitations, sleeping poorly at night, and possibly having headaches. Well-being depends on psychosocial elements like self-esteem, self-confidence, and the context and environment one is in. This course, which is specially designed for occupational therapists and physiotherapists, places an evidence-based focus on how we can, through the body—physical activity, touch, and breathing - "Feeding the sea horse" —improve the conditions for well-being in children and young people and be a strong and important interdisciplinary actor when we want to improve the well-being of children and young people. Additionally, this course will place further emphasis on the neurodiversity behind anxiety, ADHD, and autism, and how we as occupational therapists and physiotherapists can help improve well-being in neurodiverse children and young people. 

 

About

Pernille Thomsen is a social pediatric physiotherapist with a master's degree in health education. For the past 11 years, she has focused on the neurophysiology behind an overloaded nervous system. She specializes in working with a bio-psycho-social approach to improve the well-being and health of children and young people through physical activity, touch, and breathing. She calls it Seahorse Training, as it refers to the opportunities, we have through physical activity to improve functions such as the hippocampus and better regulate the autonomic nervous system.