- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Áslaug útskrifaðist með BSc. í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 1982 og lauk námi í Þjónustustjórnun frá Endurmenntun HÍ 2008.
Fyrstu árin starfaði hún á Landspítalanum en 1986 var hún ráðin til Æfingastöðvarinnar þar sem hún hefur starfað síðan að undanskildum tveimur árum sem hún vann hjá Sjálfsbjörgu á Akureyri.
Frá 1991 hefur hún eingöngu unnið með börn og unglinga.
Áslaug var yfirsjúkraþjálfari á Æfingastöðinni 1.maí 2005 - 31.desember 2019 en er nú sjúkraþjálfari á yngra teymi og sinnir aðallega þjálfun barna á aldrinum 0-6ára.
Björk útskrifaðist með BSc. í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vorið 2008 og MSc. í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands haustið 2015.
Björk er með sérfræðiviðurkenningu í barnasjúkraþjálfun og hefur starfað á Æfingastöðinni frá 2008.
Guðbjörg eða Gugga eins og hún er oftast kölluð, útskrifaðist með BSc í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 1982. Hún lauk tveggja ára mastersnámi í heilbrigðisvísindum (cand.san.) við Háskólann í Osló 1998. Árin 2008-2011 stundaði hún nám við Námsbraut í Lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og lauk þaðan mastersprófi (MPh) í maí 2011. Guðbjörg er með sérfræðiviðurkenningu í barnasjúkraþjálfun.
Guðbjörg hefur víðtæka reynslu af sjúkraþjálfun barna. Hún vann fyrstu árin á Landakoti og Barnaspítala Hringsins en fluttist síðan til Noregs þar sem hún starfaði m.a. stofnun fyrir einstaklinga með þroskaskerðingu, í skóla fyrir einstaklinga með heyrnaskerðingu, á barnadeild Ríkisspítalans og í heilsugæslunni þar sem hún vann með börnum inni á leikskólum, skólum og í heimahúsum. Síðustu fimm árin fyrir heimkomuna starfaði Guðbjörg á Hæfingar- og greiningarstöð ríkisins í Noregi. Hún hefur starfað á Æfingastöð SLF frá ársbyrjun 2001.
Hreyfihömlun barna hefur verið aðaláhugasvið Guðbjargar, m.a. börn með CP (heilalömun) og MMC (hrygg- og mænurauf) og hún hefur umsjón með þverfaglegum móttökum með bæklunarskurðlækni á vegum Æfingastöðvarinnar. Undanfarin ár hefur hún ásamt fleirum boðið hreyfihömluðum börnum upp á sjúkraþjálfun á hestbaki á vegum ÆSLF og lauk réttindanámi í Svíþjóð þar að lútandi sumarið 2007. Guðbjörg þýddi sænska CPUP (CP Uppföljning) eftirfylgnikerfið og hefur leitt innleiðingu þess á Æfingastöðinni.
Guðlaug lauk BS. prófi í iðjuþjálfunarfræðum frá heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri árið 2020. Guðlaug hóf störf hjá Æfingastöðinni haustið 2020.
Guðrún Ágústa lauk námi í sjúkraþjálfun frá HÍ árið 1996 og framhaldsnámi í sjúkraþjálfun barna frá Høgskolen í Osló árið 2006.
Guðrún Ágústa hóf störf á Æfingastöðinni haustið 2007.
Frá 1996 - 1999 og 2001 - 2002 starfaði Guðrún Ágústa á Endurhæfingardeild Landspítalans í Kópavogi þar sem vinna með fjölfatlaða var stærstur hluti starfsins. Árið 1999 starfaði hún hjá Sjúkraþjálfun Styrk og árið 2000 hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Frá 2004 - 2007 vann Guðrún á barna - og kvennadeild Akershus Háskólasjúkrahúss í Noregi þar sem hún sinnti bæði börnum á spítalanum og göngudeildarþjónustu fyrir börn.
Gunnhildur lauk Bs. prófi í iðjuþjálfunarfræðum frá heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri árið 2011 og meistaraprófi í heilbrigðisvísindum frá sama skóla 2015.
Gunnhildur hóf störf hjá Æfingastöðinni árið 2017 og var ráðin í stöðu yfiriðjuþjálfa í byrjun árs 2022. Áður starfaði hún sem iðjuþjálfi á barna og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og sem aðstoðarmaður rannsókna við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
Gunnhildur er menntuð í notkun dýra við íhlutun en hún lauk námi um notkun hunda við meðferðir frá Landbúnaðarháskólanum í Noregi. Hún tekur á móti börnum og ungmennum í iðjuþjálfun ásamt tíkinni Skottu sem er fyrsti vottaði þjónustuhundur á Íslandi.
Helga lauk prófi í iðjuþjálfun frá Skolen for ergo- og fysioterapeuter í Álaborg í Danmörku í desember 1987. Hún lauk sérskipulögðu námi til B.Sc prófs í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri árið 2005.
Helga hóf störf á Æfingastöðinni í maí 1988. Hún starfaði á Borgarspítalanum í byrjun árs 1988.
Hildur útskrifaðist með BSc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 1987 og hefur starfað síðan á Æfingastöðinni. Hún sinnir nær eingöngu fullorðnum en einnig mikið fötluðum ungmennum. Hildur hefur áhuga á öllu sem hægt er að nýta við meðferð og þjálfun.
Ingibjörg Ásta lauk BSc í sjúkraþjálfunarfræðum frá Læknadeild, Háskóla Íslands 2017. Útskrifaðist með MSc í sjúkraþjálfun frá Læknadeild, Háskóla Íslands 2019 og hefur starfað síðan þá á Æfingastöðinni.
Samhliða starfi sínu á Æfingastöðinni og námi hefur Ingibjörg verið sjúkraþjálfari fyrir ýmis íþróttalið síðan 2017.
Jóhanna lauk BSc prófi í sjúkraþjálfunarfræðum árið 2019 og MSc prófi í sjúkraþjálfun frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2021.
Jóhanna hefur mikinn áhuga á sjúkraþjálfun á hestbaki og er í námi því tengdu í Landbúnaðarháskólanum í Noregi.
Jóhanna hóf störf á Æfingastöðinni haustið 2021.
Samhliða starfi sínu á Æfingastöðinni vinnur Jóhanna á HL-stöðinni við framhaldsþjálfun hjartasjúklinga og er í fagteymi sjúkraþjálfara hjá KKÍ.
Jóna Guðný útskrifaðist með BSc. í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vorið 2008 og hóf störf á Æfingastöðinni þá um sumarið. Síðustu tvö sumur fyrir útskrift starfað Jóna Guðný í sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.
Samhliða starfi sínu á Æfingastöðinni kennir Jóna Guðný bakleikfimi hjá Breiðu bökunum og hefur gert síðastliðin ár.
Jónína lauk B.Sc. prófi í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2001. Hún hóf störf á Æfingastöðinni vorið 2001.
Jórunn útskrifaðist frá HÍ með BSc gráðu í sjúkraþjálfun 1987. Hún hóf störf á Æfingastöðinni árið 2000.
Kolbrún lauk B.Sc prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vorið 2006 og meistaraprófi frá Háskólanum í Lillehammer 2016.
Hún starfaði á Æfingastöðinni frá 2006 og þar til hún flutti til Noregs haustið 2007. Í Noregi starfaði Kolbrún meðal annars sem sjúkraþjálfari barna og unglinga í Osló og Lillehammer. Einnig starfaði hún sem sjúkraþjálfari í ungbarnaeftirliti heilsugæslunnar og í þverfaglegu teymi á taugadeild barna við Ullevaal sjúkrahúsið í Osló.
Kolbrún hóf aftur störf á Æfingastöðinni í ársbyrjun 2017 og tók við starfi yfirsjúkraþjálfara 1.janúar 2020.
- Er í fæðingarorlofi -
Pétur útskrifaðist með B.Sc. gráðu frá H.Í. árið 1988. Hann hóf þegar störf hjá Æfingastöðinni og starfaði þar óslitið fram til 1999. Starfaði hann hjá Sjúkraþjálfun Afl í eitt ár en byrjaði aftur hjá Æfingastöðinni haustið 2000.
Pétur sinnir þjálfun eldri barna/unglinga auk fullorðinna.
Rósa útskrifaðist með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá HÍ árið 1981. Hún starfaði fyrstu tæpu tvö árin á Æfingastöðinni og kynntist þar sjúkraþjálfun barna. Hún vann síðan á Barnadeild Landspítalans í 10 ár við þjálfun og eftirlit ungra barna. Eftir það hefur hún starfað á Æfingastöðinni eða frá 1995 með börnum og unglingum. Rósa vinnur einnig á Lyngási sem Styrktarfélag Ás rekur og sinnir þar þjálfun ungra barna með fjölfötlun.
Hafdís útskrifaðist frá HÍ með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun árið 1983. Hún hefur starfað á Æfingastöðinni síðan 1997 en vann áður á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað í tíu ár. Hafdís hefur síðustu ár eingöngu sinnt sjúkraþjálfun barna og unglinga. Hún hefur starfað í Öskjuhlíðaskóla frá hausti 2001 og er einn af stjórnendum hópþjálfunar barna hér á Æfingastöðinni.
Sigríður Arna lauk prófi í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2021 og hóf störf á Æfingastöðinni haustið 2021.
Áður starfaði hún m.a. í sumarbúðum Reykjadals 2021. Frá ársbyrjun 2022 hefur hún verið aðstoðarkennari við iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri og situr í fræðslunefnd Iðjuþjálfafélagsins.
Sigrún hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2007. Hún er viðurkenndur bókari að mennt.
Sonja lauk BS. prófi í iðjuþjálfunarfræðum frá heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri árið 2017. Sonja hóf störf hjá Æfingastöðinni haustið 2020 og starfaði áður sem iðjuþjálfi á Barna- og unglingageðdeild – BUGL. Sonja situr í fræðslunefnd Iðjuþjálfafélagsins.
Sylvía Dögg lauk BS. prófi í iðjuþjálfunarfræðum frá heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri árið 2020. Sylvía hóf störf hjá Æfingastöðinni haustið 2021.
Tania útskrifaðist í janúar 2021 með alþjóðleg réttindi sem einkaþjálfari frá Intensive PT. Hún er einnig menntuð sem leikskólaliði og starfaði um árabil á leikskóla áður en hún gekk til liðs við Æfingastöðina. Þar starfaði hún meðal annars sem stuðningur/þjálfi fyrir barn með sérþarfir, bæði í leikskóla og grunnskóla.
Valrós lauk prófi í iðjuþjálfun frá Skolen for ergo- og fysioterapeuter í Óðinsvéum í Danmörku árið 1982. Hún lauk sérskipulögðu námi til B.Sc prófs í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri 2005.
Valrós hóf störf á Æfingastöðinni árið 1989. Hún hefur frá árinu 2001 starfað sem staðgengill yfiriðjuþjálfa.
Valrós starfaði árin 1982-1987 á Endurhæfingadeild Borgarspítalans