Karfan er tóm.
Þjálfunin er miðuð við þörf hvers og eins og er unnin í nánu samstarfi við börnin og fjölskyldur þeirra.
Markmiðið er að auka færni barnsins til þess að það eigi auðveldara með þáttöku í leik og daglegum viðfangsefnum sem hafa þýðingu fyrir það.
Á Æfingastöðinni er bæði boðið upp á einstaklingsþjálfun og hópþjálfun. Iðjuþjálfun er bæði veitt á Æfingastöðinni að Háaleitisbraut 13 og í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Þjónusta iðjuþjálfa getur verið ýmiss konar, allt frá því að aðstoða barnið við að bæta færni sína í eigin umsjá, svo sem að klæða sig, snyrta og matast, yfir í að þjálfa fínhreyfifærni, svo sem grip, handbeitingu og vinnulag.