Vinir Reykjadals

Vinir Reykjadals er stuðningssveit sumarbúðanna í Reykjadal sem styrkja starfsemina með mánaðarlegum greiðslum.

Vilt þú gerast Vinur Reykjadals? Smelltu þá hér.

Hægt er að styrkja starfið í Reykjadal með eingreiðslu:

 

STYRKJA UM 1.000,- KR.

STYRKJA UM 5.000,- KR.

STYRKJA UM 10.000,- KR.

Einnig er hægt að millifæra á söfnunarreikning Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og merkja Reykjadalur:

0526-04-250210 kt. 630269-0249.

Hægt er að hafa samband við skrifstofu fyrir sérútbúin þakkarkort vegna peningagjafa. 

Fleiri leiðir til að styrkja:

Happdrættið er einn veigamesti þátturinn í fjáröflunarstarfi félagsins. Happdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er tvisvar á ári, sumarhappdrætti þar sem dregið er út 17. júní og jólahappdrætti þar sem dregið er út á aðfangadag.

Minningarkort Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra inniheldur brot úr sálmi 143 eftir Davíð Stefánsson. Kortin sem eru með gyllingu eru send með Póstinum samdægurs eða eins fljótt og unnt er. Öll framlög renna til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna, Reykjadals og Æfingastöðvarinnar.

Kærleikskúlan hefur komið út fyrir hver jól síðan 2003 hefur frá upphafi verið mikilvægur þáttur í fjáröflunarstarfi sumarbúðanna í Reykjadal.

Jólaóróinn kom fyrst út fyrir jólin 2006 en allur ágóði af sölu hans rennur til Æfingastöðvarinnar.

Erfðagjafir: Með erfðagjöf er hægt að láta gott af sér leiða eftir sinn dag. Til þess að erfðagjöf rati á réttan stað þarf að gera erfðaskrá. Styrktarfélaginu hafa borist erfðagjafir sem hafa skipt gríðarlega miklu máli í allri uppbyggingu félagsins.