Algengar spurningar

Hvar er Æfingastöðin til húsa? 

Æfingastöðin er til húsa að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík, sjá kort.
Sími: 535 0900. Netfang: aefingastodin@slf.is

Útibú Æfingastöðvarinnar í Hafnarfirði
Íþróttahúsinu við Strandgötu, 220 Hafnarfirði - Sjá kort


Hvenær er opið?

Æfingastöðin er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 16:00.


Hvert skal hafa samband varðandi þjálfun eftir að beiðni er komin? 

Varðandi sjúkraþjálfun skal hafa samband við Kolbrúnu Kristínardóttur yfirsjúkraþjálfara, kolla@slf.is, sími 535 0929. Varðandi iðjujálfun skal hafa samband við Gerði Gústavsdóttur yfiriðjuþjálfa, gerdur@slf.is, sími 535 0926.


Hverjir geta leitað til Æfingastöðvarinnar? 

Þú getur leitað til Æfingastöðvarinnar ef:

- Þú átt barn sem þarf aðstoð við að halda í við jafnaldra í leik og starfi.
- Þú ert með hreyfihömlun og þarft aðstoð við líkamsþjálfun og hjálpartæki.
- Þú ert með Parkinsonsjúkdóm og vilt stunda líkamsrækt í hóp undir eftirliti reyndra sjúkraþjálfara.
- Þig vantar fræðslu, ráðgjöf eða upplýsingar um þjónustuna.
- Ef þú vilt komast í samstarf vegna hæfingar eða endurhæfingar.

Hér má lesa nánar um hvernig þjónustuferlið fer fram.


Hvernig er greiðslufyrirkomulagið?

Komugjald á Æfingastöðina er greitt samkvæmt reglum Sjúkratrygginga Íslands um sjúkra- og iðjuþjálfun. Nánari upplýsingar hér.


Hvað ef ég kemst ekki í skráðan tíma?

Við biðjum fólk vinsamlega að tilkynna forföll með góðum fyrirvara.  Ef ekki er mætt i skráðan tíma og ekki látið vita af forföllum er 1500 kr. forfallagjald innheimt.