Karfan þín

Karfan er tóm.

Happdrætti

Happdrættið er einn veigamesti þátturinn í fjáröflunarstarfi félagsins. Happdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er tvisvar á ári, sumarhappdrætti þar sem dregið er út 17. júní og jólahappdrætti þar sem dregið er út á aðfangadag.
 
 

Sumarhappdrætti 2024

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

 

Sumarhappdrætti 2024

Sumarhappdrættismiði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra mun berast í heimabankann hjá flestum. Einnig er hægt að kaupa rafrænan happdrættismiða í netverslun SLF.

Happdrættið hefur alltaf verið ein helsta fjáröflunarleið Styrktarfélagsins. Með kaupum á happdrættismiðanum styður þú það mikilvæga starf sem er unnið á Æfingastöðinni á degi hverjum og gætir átt von á glæsilegum vinningi. 

 

 

Jólahappdrætti 2023

Dregið hefur verið í jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

 

 

Sumarhappdrætti 2023

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

 
 

Sumarhappdrætti 2023

Sumarhappdrættismiði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er kominn í heimabankann hjá flestum. Einnig er hægt að kaupa happdrættismiða í netverslun SLF og í afgreiðslunni hjá okkur við Háaleitisbraut.

Með kaupum á happdrættismiða styður þú mikilvægt starf Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Við eflum börn til þátttöku í samfélaginu og leggjum áherslu á vináttu og gleði í öllu okkar starfi. Svo gætir þú einnig glaðst yfir glæsilegum vinningi!

Heildarverðmæti vinninga er 40.090.000 kr. Dregið 19. júní 2023.

1. vinningur Honda Jazz Crosstar Hybrid* að verðmæti 5.190.000 kr.

2.–3. vinningur Gjafabréf frá Heimsferðum að andvirði 1.000.000 kr. hvert.

4.–5. vinningur Gjafabréf frá Heimsferðum að andvirði 700.000 kr. hvert.

6.–110. vinningur Gjafabréf frá Heimsferðum að andvirði 300.000 kr. hvert.