Reykjadalur í Mosfellsdal

Reykjadalur eru sumarbúðir í Mosfellsdal fyrir fötluð börn og ungmenni. Gleði, jákvæðni og ævintýri lýsa starfseminni í Reykjadal vel. Þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt og ævintýrin látin gerast. Árlega koma um 250 einstaklingar í Reykjadal á aldrinum 8-21 árs. Við leggjum áherslu á að hver og einn einstaklingur njóti sín á sínum forsendum. Vináttan er mikilvægur þáttur í starfseminni. Lögð er áhersla á að börnin geti eignast vini og séu fremst á meðal jafningja.

Í Reykjadal starfar kraftmikið og hugmyndaríkt starfsfólk sem er tilbúið að taka þátt í að gera dvölina ógleymanlega.

Sækja þarf um sumardvöl í Reykjadal fyrir 15. febrúar ár hvert og vetrardvöl fyrir 1. september.

HÉR MÁ NÁLGAST UMSÓKNAREYÐUBLAÐ

Forstöðumaður Reykjadals er Margrét Vala Marteinsdóttir. Hægt er að ná í hana með því að senda tölvupóst á reykjadalur@slf.is eða hringja í Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í síma 535-0900.

Símanúmer í Reykjadal er: 566 6234 

Aðstaðan er góð hjá okkur í Mosfellsdalnum. Styrkir, gjafir og fjárveitingar einstaklinga og fyrirtækja spila stórt hlutverk í allri uppbyggingu. Við erum bakhjörlum okkar afskaplega þakklát. Vinir Reykjadals standa þétt við bakið á okkur.