Karfan er tóm.
Svæði sumarbúðanna í Mosfellsdal býður upp á alls konar tækifæri og meðal annars möguleika á útleigu að vetrarlagi.
Aðstaðan í Reykjadal er notaleg, ævintýraleg og skemmtileg í friðsælu umhverfi Mosfellsdalsins. Húsakynni eru góð, fullbúið eldhús, þvottahús, matsalur, svefngangar, íþróttahús, hljóðkerfi, sturtuklefar, sundlaugarsvæði og útileiktæki.
Umhverfi Reykjadals er gott og fjölbreytt útivistarsvæði, inn á lóðinni er fótboltavöllur, ærslabegur, leiktæki, eldstæði, grill og aðstaða fyrir hesta. Umhverfið býður einnig upp á margs konar gönguleiðir innan um gróðurhús og læki eða upp á hóla og fjöll.
Staðurinn hentar vel fyrir hópa allt að 35 manns í gistingu (fyrir utan starfsmannahús sem tekur 12 aukalega).
Reykjadalur er í notkun allt árið um kring, vetrardvalir um helgar fyrir gestir sumarbúðanna og fleiri viðburðir. En við vilum meira líf á svæðið þær helgar og daga þegar það er ekkert starf. Ýmisr hópar hafa verið að leigja aðstöðuna síðustu ár, íþróttafélög, menntavísindasvið HÍ, ungmennaráð og fleiri. Einnig hefur verið vinsælt að halda afmæli í íþróttasalnum og fermingar í matsalnum.
Verðskrá
Gildir frá 1.janúar 2024
Dagsleiga á matsal: 30.000kr
Dagsleiga á íþróttasal: 30.000kr
Dagsleiga á sundlaug: 30.000kr
Sólarhringur á allri aðstöðu: kr. 100.000kr
Ef gist er fleiri en ein nótt er gjaldið fyrir þá næstu helmingi minna.
Sólarhringur á starfsmannahúsi: 25.000kr
Afsláttur er gefinn til starfsemi eða viðburða í þágu fatlaðra barna og ungmenna.
Til að athuga hvort sumarbúðasvæðið sé laust er best að hafa samband í gegn um netfangið reykjadalur@slf.is.
Ef leigan er samþykkt er greitt með millifærslu á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.
Leigutaki gengur frá svæðinu með tiliti til þrifa eða í samtali við stjórnendur Reykjadals.