Karfan þín

Karfan er tóm.

Æskuvinir Reykjadals

Taktu þátt – hittu gamla vini – vertu áhrifavaldur í framtíð Reykjadals

Æskuvinir Reykjadals (30 ára+) er nýtt tómstundartækifæri á vegum Reykjadals! Klúbburinn sem við köllum Æskuvinir Reykjadals er ætlaður fólki 30 ára og eldri sem dvaldi í Reykjadal sem börn eða unglingar. Markmiðið er að viðhalda tengslum og rækta vináttu með árlegum hittingum og þátttöku í starfi SLF. Þátttökugjald jafngildir árlegu félagsgjaldi SLF eða 3.500 kr. 

 

Umsóknareyðublað

 

 

Fyrsti hittingur Æskuvina Reykjadals:

  • Hvenær: Sunnudaginn 6. júlí, kl. 17–21

  • Hvar: Reykjadalur

  • Innifalið: Kvöldverður og skemmtun

  • Skráning: Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram – hér!

💬 Hverjir geta tekið þátt?

Allir 30 ára og eldri sem hafa áður dvalið í Reykjadal.

💰 Þátttökugjald: 3.500 kr.

– Gildir einnig sem félagsaðild að SLF!

 

 

Vertu hluti af samfélaginu sem mótaði þig!

Meðlimir Æskuvina Reykjadals eru jafnframt boðnir velkomnir sem fullgildir félagsmenn SLF – án aukakostnaðar. Félagsfólk gegnir lykilhlutverki í mótun þjónustu SLF og rödd þeirra sem þekkja, muna og vilja leggja sitt af mörkum er okkur mikilvægt! Hakið við að gerast félagsmaður í umsóknareyðublaði eða hafið samband við okkur í slf@slf.is til að breyta aðild hvenær sem er.