Fjölbreytt þjónusta sjúkra- og iðjuþjálfa

Skjólstæðingar Æfingastöðvarinnar eru að mestu leyti börn og ungmenni. Þar starfa sjúkra- og iðjuþjálfar með sérþekkingu í hæfingu og endurhæfingu barna. 

Æfingastöðin er sjálfstæð heilbrigðisstofnun í eigu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.  

Starfsfólk Æfingastöðvarinnar vinnur eftir hugmyndafræði fjölskyldumiðarar þjónustu. Þjálfunin er mótuð í nánu samstarfið við skjólstæðinginn (barnið) og fjölskylduna.

Sérstök áherslu er lögð á: 

 • Samhæfða þjónustu
 • Lausnamiðaða þjónustu sem miðast við þarfir hvers og eins
 • Sveigjanleg úrræði
 • Aðgengi að upplýsingum og fræðslu
 • Skipulagða samvinnu við aðra sem veita þjónustu
 • Virkt foreldrasamstarf

Virðing, samvinna og lífsgæði

 • Leiðarljós í öllum samskiptum, þjónustu og stefnumótun Æfingastöðvarinnar eru: 

  • Virðing - öll erum við einstök og þekkjum okkur best sjálf.
  • Samvinna - öll náum við betri árangri með samvinnu.
  • Lífsgæði - öll eigum við að hafa tækifæri til að njóta okkar og taka þátt.