Algengar spurningar

Hvar er Reykjadalur?

Reykjadalur er í Mosfellsdal um 20 mínútna akstur frá Reykjavík. Ekið er Vesturlandsveginn í gegnum Mosfellsbæ, þegar komið er út úr bænum er beygt til hægri inn á afleggjarann til Þingvalla. Reykjadalur er í fimmta botnlanga til hægri, en sá botnlangi er merktur ,,Æsustaðir".

Hvar finn ég umsóknareyðublað?

Þú getur nálgast það á forsíðunni, einnig undir ,,Sumardvöl" og ,,Vetrardvöl".


Hvenær og hvar á að mæta í sumardvölina?

Mæting er í Reykjadal á miðvikudögum milli kl. 16:00 og 17:00.

 
Hvenær og hvar á að sækja sumargesti?

Í Reykjadal á þriðjudögum milli kl. 11:00 - 12:00. 

Hvað á að taka með af fatnaði í sumardvöl?

Smellið á: "Fatalisti"
Við minnum á að þvegið er á hverjum degi.
 

Hver er forstöðumaður og hvar næ ég í hann? 

Forstöðumaður Reykjadals er Margrét Vala Marteinsdóttir. Hægt er að ná í hana í síma 535-0913 og 699-5466, alla virka daga milli 09:00 og 15:00. Utan þess tíma er hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið reykjadalur@slf.is. Þegar starfsemi er í Reykjadal næst samband í síma 5666-234, en einnig er hægt að hringja á skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í síma 535-0900.
 

Hverjir geta sótt um dvöl í Reykjadal?

Reykjadalur er opinn öllum þeim sem ekki geta notið þess að sækja aðrar sumarbúðir vegna fötlunar sinnar.
Í Reykjadal koma börn og ungmenni á aldrinum 8 til 21 árs alls staðar að af landinu.


Hvað kostar sumardvöl í Reykjadal?

Gert er ráð fyrir að foreldrar greiði svipaða upphæð og foreldrar ófatlaðra barna greiða fyrir sumardvöl í almennum sumarbúðum.

Hægt er að greiða á skrifstofu SLF eða hringja í síma 535 0900 og greiða með greiðslukorti eða fá sendan greiðsluseðil í heimabanka.
 

Hvað kostar helgardvöl að vetrarlagi?

Upplýsingar fást á skrifstofu félagsins í síma 535-0900.
 

Hvert er netfang Reykjadals?

Netfang Reykjadals er reykjadalur@slf.is