Gjaldskrá

Komugjald á Æfingastöðina er greitt samkvæmt reglum Sjúkratrygginga Íslands um sjúkra- og iðjuþjálfun.

Skjólstæðingar yngri en 18 ára greiða ekki fyrir þjónustuna.

Greiðsluseðlar birtast mánaðarlega í heimabanka nema samið hafi verið um annað. Ef ekki er mætt i skráðan tíma og ekki látið vita af forföllum verður að greiða forfallagjald.

Á vef Sjúkratrygginga Íslands segir að markmiðið með kerfinu sé að lækka útgjöld þeirra einstaklinga sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda og hafa greitt háar fjárhæðir fyrir þá þjónustu. 

Í þessu greiðsluþátttökukerfi greiðir enginn meira en ákveðna hámarksfjárhæð í hverjum mánuði fyrir heilbrigðisþjónustu.

 

Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir sjúkraþjálfun sem gildir frá 1. maí 2019 má nálgast hér.

 

Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir iðjuþjálfun sem gildir frá 1. maí 2019 má nálgast hér.

 

Æfingastöðin veitir þjónustu á grundvelli þjónustusamnings Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við Sjúkratryggingar Íslands.

Samningurinn kveður á um að Æfingastöðin veiti skjólstæðingum sínum alhliða og sérhæfða meðferð og vinni að faglegri þróun og aukinni þekkingu í hæfingu og endurhæfingu. Æfingastöðinni ber að nýta vel það fé sem Sjúkratryggingar Íslands greiða vegna samningsins og uppfylla ákveðnar gæðakröfur samkvæmt gæðaáætlun Velferðarráðuneytisins.