Karfan er tóm.
Æfingastöðinni starfa sjúkra- og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu af þjálfun barna og ungmenna. Þjálfarar styðjast við margvíslegar íhlutunarleiðir í starfi sínu og ber þar helst að nefna aðlögun á umhverfi eða verkefnum, bein þjálfun, fræðsla, ráðgjöf og þjónusta með aðstoð dýra.
Á Æfingastöðinni starfa þjálfarar með sérhæfða menntun í þjónustu með aðstoð dýra (e. animal assisted intervention). Með því að styðjast við dýr þá eru hinar hefðbundnu aðstæður, sem þjálfun almennt fer fram í, brotin upp og mun auðveldara er að finna verkefni með ríkan tilgang til að vinna að í tímunum og þetta getur gefið börnunum mikið hlutverk.
Sjúkraþjálfun á hestbaki hefur verið starfrækt á Æfingastöðinni í um 20 ár með góðum árangri og iðjuþjálfun með hund síðustu 4 ár.