Að starfa í Reykjadal

Langflest starfsfólk í Reykjadal eru námsmenn á aldrinum 18 - 29 ára. Við viljum fá jákvætt, ábyrgðarfullt og hugmyndaríkt fólk sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að gera dvöl gestanna okkar ógleymanlega. 

Mikil áhersla er lögð á að þjálfun starfsfólks en það situr fræðslunámskeið í upphafi sumars. Þar fær það fræðslu og þjálfun til þess að vera undirbúið að takast á við það sem kann að koma upp. Það situr skyndihjálparnámskeið, fær fræðslu um flogaveiki, jákvæð samskipti og ýmislegt fleira.

Starfsfólk Reykjadals sé alfarið um alla dagskrárgerð og er hvatt til að koma með nýjar og skemmtilegar hugmyndir.  Í Reykjadal er hugmyndafuginu sleppt lausu og haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt. 

Við höfum verið afskaplega heppin með starfsfólk í gegnum tíðina. Hugmyndaríkt, duglegt, ábyrgðafullt og stundum alveg afskaplega hæfileikaríkt eins og sjá má á þessu tónlistamyndbandi sem nokkrir af starfsmönnum sumarsins 2020 gerðu undir handleiðslu Berglindar Wöhler:

 

Ásgeir Kristján samdi lagið / Textasmíð: Berglind, Bjarni Kristmannsson og Arna Ösp / Söngvarar: Arna Ösp, Berglind, Aron Brink, Kári og Mikael Emil / Myndataka og klipping: Rewind

Við viljum meina að þetta sé skemmtilegasta sumarstarf í heimi! Við fengum Mikka sem hefur unnið hjá okkur í Reykjadal til að segja aðeins frá starfinu:

 

Forstöðukona Reykjadals er Margrét Vala Marteinsdóttir.  Hægt er að ná í hann í síma 695-4879 eða með því að hringja í Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í síma 535-0900. Það má einnig hafa samband með því að senda tölvupóst á reykjadalur@slf.is.

Smellið hér til að fylla út starfsumsókn