Sumardvöl

Í sumardvöl í Reykjadal koma fötluð börn og ungmenni á aldrinum 8-21 árs alls staðar að af landinu. Reykjadalur er opinn öllum þeim börnum sem ekki hafa kost á að sækja aðrar sumarbúðir.

Dvalartími

Börn á aldrinum 8 - 19 ára sem búa í foreldrahúsum eiga almennt rétt á 13 daga dvöl í Reykjadal. Þegar börn dvelja í fyrsta skipti í Reykjadal stendur þeim 6 daga dvöl til boða. Ungmenni á aldrinum 20 til 21 árs fá úthlutað 6 daga dvöl. Öll þau börn sem nýta sér búsetuúrræði s.s. sambýli, eiga kost á 6 daga dvöl.

Umsóknarfrestur um sumardvöl er til 1. febrúar ár hvert.  Tekið skal fram að hægt er að senda inn umsókn um dvöl eftir þann tíma og reynum við þá að verða við óskum um dvöl eftir bestu getu.

 

Gjaldskrá  

Gert er ráð fyrir að foreldrar greiði svipaða upphæð og foreldrar ófatlaðra barna greiða fyrir sumardvöl í almennum sumarbúðum. Upplýsingar um verð má fá á skrifstofu félagsins í síma 5350900

 

Eyðublöð vegna sumardvalar: