Sumardvöl

Í sumarbúðirnar í Reykjadal koma fötluð börn og ungmenni á aldrinum 8-21 árs alls staðar að af landinu. Raðað er í hópa eftir aldri og horft í félagsleg tengsl. Reykjadalur er opinn öllum þeim börnum og ungmennum sem ekki hafa kost á að sækja aðrar sumarbúðir.

Dvalartími

Sumarið 2022 fengu gestir Reykjadals úthlutið 8 nætur í sumarbúðunum, áður fyrr var val um annað hvort 6 daga dvöl og 13 daga dvöl.

Umsóknarfrestur um sumardvöl er til 15. febrúar ár hvert.  Tekið skal fram að hægt er að senda inn umsókn um dvöl eftir þann tíma og reynum við þá að verða við óskum um dvöl eftir bestu getu.

Dagur í Reykjadal   

Enginn dagur er eins í Reykjadal og hugmyndaflug gesta og starfsfólks flýgur. Val um dagskrá þrisvar sinnum yfir daginn, valið er fjölbreytt en ávallt er boðið að fara í sund og útiveru. Einu sinni yfir dvölina er farið í óvissuferð í rútu og einu sinni á kajak-báta á Hafravatni. Í dagskrá er Mosfellsdalurinn vel nýttur, jarðaberjatýnsla, heimsókn til dýranna á Hraðastöðum og fleiri vinir heimsóttir. Stórt leiksvæði er á lóð Reykjadals með fótboltavelli, ærslabelg, hengirúmum, trampólíni, rólum, dótabúð og hænsnakofa. Hver dagur í Reykjadal endar á kvöldvöku sem getur verið til dæmis hæfileikakeppni, bíósund, brenna, ball eða tískusýning.   

Gjaldskrá  

Gert er ráð fyrir að foreldrar/forsjáraðilar greiði svipaða upphæð og foreldrar/forsjáraðilar ófatlaðra barna greiða fyrir sumardvöl í öðrum sumarbúðum. Upplýsingar um verð má fá hjá forstöðumanni Reykjadals, Andreu Róa, í gegn um tölvupóstinn reykjadalur@slf.is

Koma í heimsókn 

Við hvetjum nýja umsækjendur að hafa samband og koma í heimsókn í Reykjadal, fá skoðunarferð um svæðið og kynnast starfseminni til að styrkja undirbúninginn. 

 

Eyðublöð vegna sumardvalar: