Þjálfun fólks með Parkinsonsjúkdóm

Æfingastöðin býður upp á þjálfun fyrir fólk með Parkinson sjúkdóm. Þjálfarar eru sjúkraþjálfararnir S. Hafdís Ólafdóttir og Hildur Björnsdóttir.

Markmið þjálfunar: Efla þrek, styrk og stöðugleika. Vinna að góðri líkamsstöðu og líkamsvitund. Viðhalda /bæta jafnvægi, færni, liðleika og teygjanleika.

Koma þarf með beiðni frá lækni og í fyrsta tíma fer fram viðtal og skoðun.

Þjálfun er einstaklingsmiðuð og fer fram í tækjasal og laug, einnig er boðið upp á jafnvægisþjálfun. Raddþjálfun er jafnframt iðkuð í vatnsleikfiminni.

Þeir sem þjálfa á eigin vegum eða annars staðar geta fengið skoðun og ráðgjöf hjá sjúkraþjálfara á Æfingastöðinni, og aðstoð varðandi hjálpartæki ef við á.

Nánari upplýsingar um þjálfun fólks með Parkinson gefur S. Hafdís Ólafsdóttir sjúkraþjálfari í síma 535-0900 . Einnig er hægt að hafa samband í tölvupósti: hafdis@slf.is .