Karfan þín

Karfan er tóm.

Sjúkraþjálfun fyrir einstaklinga með Parkinsonsjúkdóm

Æfingastöðin býður upp á þjálfun fyrir fólk með Parkinson sjúkdóm. Þjálfarar eru  S. Hafdís Ólafdóttir, Hildur Björnsdóttir og Pétur Eggertsson sjúkraþjálfarar. Elín Bergsdóttir og Tania Sif Te Maiharoa aðstoða við þjálfun. 

Markmið þjálfunar er að auka og viðhalda færni með þjálfun sem stuðlar að því að bæta þol, styrk og stöðugleika. Einnig er áhersla á að bæta líkamsstöðu og líkamsvitund.

Í fyrsta tíma fer fram viðtal og skoðun. 

Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og byggir á óskum og getu viðkomandi. Þjálfun fer fram í tækjasal, jafnvægissal og sundlaug Æfingastöðvarinnar. Sótt er um hjálpartæki eftir þörfum. Hver tími er frá 40-60 mín

Koma þarf með beiðni frá lækni.

 

Nánari upplýsingar um þjálfun fólks með Parkinson gefur S. Hafdís Ólafsdóttir sjúkraþjálfari í síma 535-0900 . Einnig er hægt að hafa samband í tölvupósti: hafdis@slf.is .