Karfan er tóm.
Félagsmálaráðuneytið - Félags- og tryggingamálaráðherra fer með yfirstjórn málefna fatlaðra.
Sjónarhóll - Veitir faglega og óháða ráðgjöf fyrir aðstandendur barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða.
Tölvumiðstöð fatlaðra - Veitir ráðgjöf til þeirra sem þess þurfa sem felur í sér mat á þörf fyrir tölvubúnað, val á búnaði, prófun og leiðsögn í notkun búnaðar.
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (Sjónstöð Íslands) - Markmið hennar er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða daufblindir til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku.
ADHD samtökin - ADHD samtökin eru til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir, sem og fjölskyldum þeirra.
Ás Styrktarfélag - Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna og reka þjónustu til stuðnings fólki með fötlun, sér í lagi greindarskerðingu og tengdar fatlanir.
Blindrafélagið - Þjónusta við blinda.
Einstök börn - Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar.
Félag áhugafólks um Downsheilkenni - Tilgangur félagsins er að stuðla að fræðslu til foreldra og almennings um DH, efla samkennd milli aðstandenda, afla upplýsinga um DH og miðla þeim og samræma og efla þjónustuferli.
Félag áhugafólks um hryggrauf - Á þessari heimasíðu er vonast til að geta veitt upplýsingar og aukið skilning á ýmsum þáttum sem snerta einstaklinga með hryggrauf s.s. er varðar heilsufar, menntun og félagsþætti.
FSMA - Félag aðstandenda og einstaklinga með SMA - Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna þeirra einstaklinga sem haldnir eru SMA sjúkdómnum og aðstandenda þeirra.
Neistinn - Styrktarfélag hjartveikra barna - Markmið Neistans er m.a. að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartasjúkdómum barna og hjartagalla, meðferð þeirra, réttindi fjölskyldunnar og mannlega þáttinn.
Systkinasmiðjan - Námskeið Systkinasmiðjunnar eru fyrst og fremst hugsuð til að hjálpa systkinum barna með sérþarfir til að tjá sig um reynslu sína og upplifun.
Umboðsmaður barna - Umboðsmaður barna er opinber talsmaður barna og vinnur að því að tekið sé fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna.
Umhyggja - Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins.
Einhverfusamtökin - Starfsemi samtakanna beinist meðal annars að því að bæta þjónustu við einhverfa, standa vörð um lögbundin réttindi þeirra og stuðla að fræðslu um málefni fólks á einhverfurófi.
Þroskahjálp - Tilgangur samtakanna er að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum þroskaheftra sem og annarra fatlaðra, barna og fullorðinna og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna.
Öryrkjabandalag Íslands - að koma fram fyrir hönd fatlaðra gagnvart opinberum
Barnaspítali Hringsins - Á Barnaspítala Hringsins er veitt fjölbreytt þjónusta við börn og unglinga að 18 ára aldri.
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins - hefur það meginmarkmið að efla lífsgæði og bæta framtíð barna og unglinga með þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar. Mörg námskeið sem þau hjá Greiningarstöðinni bjóða upp á eiga erindi til okkar skjólstæðinga og adstandenda þeirra.
Landlæknisembættið - Markmið Landlæknisembættisins er samkvæmt lögum að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og stuðla að heilbrigði landsmanna.
Sjúkratryggingar Íslands - heyra undir heilbrigðisráðuneyti og annast framkvæmd sjúkratrygginga. Jafnframt semur stofnunin um og greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu.
Brúarskóli - Brúarskóli er hugsaður sem tímabundið úrræði fyrir nemendur sem geta ekki stundað nám við almennan grunnskóla vegna hegðunarerfiðleika.
Klettaskóli - er sérskóli á grunnskólastigi sem þjónar öllu landinu. Hann tók til starfa árið 2011 við sameiningu Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla.
Leikskólinn Múlaborg - Leikskólinn sérhæfir sig í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna.
Lyngás - Þar fer fram þjálfun þeirra barna og unglinga sem búa við mesta fötlun hverju sinni og geta ekki nýtt sér almenn tilboð.
Borgarholtsskóli - Starfsbraut skólans býður upp á sérúrræði fyrir nemendur sem notið hafa verulegrar sérkennslu í grunnskóla, þ.e. verið í sérdeild eða sérskóla.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla - Sérnámsbraut skólans býður upp á sérúrræði fyrir nemendur sem notið hafa verulegrar sérkennslu í grunnskóla, þ.e. verið í sérdeild eða sérskóla
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti - Starfsbraut skólans er einkum ætluð nemendum sem notið hafa verulegrar sérkennslu í grunnskóla eða stundað nám við sérskóla og útskrifast samkvæmt 48. grein grunnskólalaganna.
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ - Starfsbraut skólans er ætluð fötluðum nemendum sem hafa verið í sérdeild eða sérskólum og/eða fengið námsmat samkvæmt 48. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995 og geta ekki nýtt sér almennt námsframboð framhaldsskóla.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja - Nám og kennsla á starfsbraut skólans er einkum ætluð fötluðum nemendum, sem hafa verið í sérdeild eða sérskólum og hafa ekki forsendur til að stunda nám á öðrum námsbrautum framhaldsskólans.
Tækniskólinn - Starfsbraut Tækniskólans er ætluð nemendum sem stundað hafa nám í sérdeildum grunnskóla eða notið mikillar sérkennslu á grunnskólastigi. Brautin er kennd bæði á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði og eru verk- og listgreinar breytilegar eftir því á hvorum staðnum nám er stundað.
Menntaskólinn í Kópavogi - Starfsbraut fyrir nemendur með einhverfu var stofnuð við skólann haustið 1999. Markmið brautarinnar er að bjóða nemendum með einhverfu upp á nám sem tekur mið af þeirra þörfum. Starfsbrautin starfar eftir skóladagatali Menntaskólans í Kópavogi.
Menntaskólinn við Hamrahlíð - Sérnámsbraut skólans er fyrir nemendur sem notið hafa verulegrar sérkennslu í grunnskóla og þurfa einstaklingsmiðað nám. MH er heilsueflandi skóli og því er lögð áhersla á kennslu í heilsutengdum lífsstíl. Einnig er lögð rækt við menningu og listir og nemendur fá að upplifa það sem efst er á baugi í menningarlífinu í samfélaginu hverju sinni.