Karfan þín

Karfan er tóm.

Þjónusta við ungabörn með ósamhverfu í hálshreyfingum

Sjúkraþjálfarar Æfingastöðvarinnar sinna ungabörnum sem eru með ósamhverfu í hálshreyfingum, oftast kallað torticollis.

Fjöldi meðferða sem börnin þurfa á að halda er misjafn, sum koma í nokkur skipti, önnur mun oftar.

Ert þú með beiðni um þjónustu frá heilsugæslu? Hér færðu nánari upplýsingar um næstu skref.

Ósamhverfa í hálshreyfingum er ekki óalgeng. Ef gripið er inn í nógu snemma er í flestum tilfellum hægt að leiðrétta áunnar skekkjur með viðeigandi handtökum og örvun. Hér má nálgast fræðslubækling um örvun ungbarna.

Margar ástæður geta legið að baki ósamhverfunni, til að mynda lega barns í móðurkviði, gangur fæðingar og hvernig barnið liggur og hreyfir sig. Ósamhverfa getur haldið áfram að ágerast við einhæfar hreyfingar t.d. ef athygli barnsins beinist alltaf í sömu átt.

Við upphaf meðferðar læra foreldrar liðkandi og styrkjandi æfingar. Mikilvægt er að foreldrar taki þátt í meðferðinni strax frá fyrsta degi þar sem ákjósanlegast er að hefja kröftuga meðferð eins fljótt og auðið er til að koma í veg fyrir að skekkja barnsins versni. 

Hér má nálgast ítarlegra fræðsluefni um ósamhverfu í hálshreyfingum ungabarna (Torticollis).

Hér er einblöðungur frá Landsspítala og Félagi sjúkraþjálfara

Stundum eru börnin bæði með snúning og halla og þá getur vafist fyrir manni hvernig er gott að búa um þau í bílstól. Barnið á myndinni liggur í góðri stöðu með upprúllaða taubleyju við sinn hvorn vangann.