Skotgröfin

Hópþjálfun fyrir stráka á aldrinum 11-14 ára sem vilja æfa styrk og  úthald.

Markmið:

  • Efla þol og þrek
  • Hvetja til aukinnar hreyfingar
  • Efla þátttöku og hreyfigleði í hóp
  • Efla sjálfstraust og sjálfstæði

Námskeiðslýsing:
Æfingar fara fram í sal þar sem lögð er áhersla á þol og styrktaræfingar í gegnum æfingar með eigin líkamsþyngd. Einnig eru notuð TRX-bönd, boxpúðar, ketilbjöllur, þungir boltar og fleira.

Strákarnir mæta í þægilegum fatnaði með íþróttaskó.

Hámark 8 þátttakendur í hóp.

Staður:
Tækjasalur og íþróttasalur Æfingastöðvarinnar, Háaleitisbraut 13.

Tími:
1x viku 45 mín í senn.

Umsjón:
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir og Jóhanna Herdís Sævarsdóttir sjúkraþjálfarar.