Ýmis námskeið í félagsfærni, sjálfstyrkingu og tillfinningastjórnun

Félagsfærninámskeið

Kvan

Einkafyrirtæki sem sérhæfir sig í félagsfærni- og vináttuþjálfun. Fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-25 ára. Námskeiðin eru aldursskipt.

http://kvan.is/products/namskeid-fyrir-ungt-folk

 

Peers námskeið

PEERS® er námskeið í félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungmenni með einhverfu, ADHD, kvíða, þunglyndi og / eða aðra félagslega erfiðleika. .

http://felagsfaerni.is/namskeid/  - einkafyrirtæki, sinnir unglingum frá 14-18 ára.

http://www.greining.is/  - Greiningarstöð er með námskeið fyrir þá sem eru eða hafa verið í þjónustu hjá þeim. Aldur 13-17 ára.

Bugl hafa einnig verið með námskeið fyrir sína skjólstæðinga 

 

Vinasmiðjan

Námskeið fyrir börn sem greinst hafa á einhverfurófi. Markmiðið er að efla félagslega færni barnanna og er áhersla lögð á jákvæð samskipti við aðra. Námskeiðið er ætlað börnum sem greinst hafa á einhverfurófi og eru á miðstigi í grunnskóla (5. - 7. bekk). Markmið námskeiðsins er að efla félagslega færni barnanna. Áhersla er lögð á jákvæð samskipti við aðra. Tekin er fyrir mismunandi færni sem er nauðsynleg í samskiptum, eins og að þekkja og nefna tilfinningar, svipbrigði og raddblæ, að hefja samræður og halda þeim uppi, að bregðast við stríðni, að tala í síma og vinna í hópi.

Þroska og hegðunarstöðin https://www.heilsugaeslan.is/onnur-thjonusta/throskaoghegdunarstod/namskeid/vinasmidjan/

SÓL sálfræði og læknisþjónusta http://sol.is 

 

Kvíði

Klókir litlir krakkar

Forvarnarnámskeiðið  Klókir  litlir  krakkar  er  námskeið  fyrir  foreldra  3-6  ára  barna  sem  eru  í áhættuhópi fyrir að þróa með sér kvíðaraskanir. Námskeiðið miðar að því að fræða foreldra um eðli  kvíða  og  kenna  þeim  leiðir til  að takast  á við  kvíðahegðun barna sinna og  auka  sjálfstraust þeirra.

Nánar um námskeiðið: https://www.heilsugaeslan.is/library/Files/throska-og-hegdunarstod/Kl%C3%B3kir%20litlir%20krakkar%20-%20kynning%20vor%202015.pdf

Þroska og hegðunarstöð: http://www.heilsugaeslan.is/onnur-thjonusta/throskaoghegdunarstod/namskeið/klokir-litlir-krakkar

SÓL sálfræði og læknisþjónusta http://sol.is

Sálstofan: http://salstofan.is/

 

Klókir krakkar

Fyrir 8-12 ára börn með kvíða og foreldra þeirra. Kennt á mörgum þjónustumiðstöðvum og Þroska- og hegðuarstöð.

Nánar um námskeiðið:  http://www.greining.is/static/files/vorradsstefna-2012/10mai_C_Margret-Birna-Thorarinsdottir.pdf

Þroska og hegðunarstöð: http://www.heilsugaeslan.is/onnur-thjonusta/throskaoghegdunarstod/namskeið/klokir-krakkar

SÓL sálfræði og læknisþjónusta http://sol.is

Sálstofan: http://salstofan.is/

Þjónustumiðstöðvar halda þetta námskeið eftir þörfum – hægt að hafa samband þjónustuver í síma 411-11111

Heilsusgæslustöðvar halda þetta námskeið eftir þörfum – hægt að hafa samband við hverfisheilsugæslu barnsins

 

Litla kvíðameðferðarstöðin

Ýmis námskeið, mismunandi hvað er í boði hverju sinni.

http://kms.is/litlakmsnamskeid

  

Reiði- og tilfinningastjórn

 

Snillinganámskeið:
Fyrir 8-10 ára börn. Þjálfun í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli barna með ADHD. Er kennt á Æfingastöðinni, Þroska- og hegðunarstöð og einhverjum þjónustumiðstöðvum.
https://www.heilsugaeslan.is/?PageID=2138

 

Stilltu skapið – Sálstofan

6-9 ára: Námskeið fyrir foreldra barna á aldrinum 5 til 9 ára sem eiga erfitt með að stjórna skapi sínu. Áhersla er á að foreldrar kynnist gagnreyndum aðferðum til að ná tökum á skapi barna sinna. Námskeiðið er ein klukkustund á viku í sex vikur.

10-12 ára: Námskeið fyrir börn sem eiga erfitt með að stjórna skapi sínu og foreldra þeirra. Unnið er markvisst að því að kynnast tilfinningum, eigin skapi og finna leiðir til að stjórna skapi við ólíkar aðstæður. Unnið er eftir aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Námskeiðið fer fram í 6-8 barna hópi á aldrinum 10 til 12 ára og stendur yfir í sex vikur.

Nánar: http://salstofan.is/skapstilling/

 

Fjörkálfar
Fyrir 8-12 ára börn sem taka tíð reiðiköst og foreldra þeirra.

Fyrir hverja? 8-12 ára börn sem taka tíð reiðiköst og foreldra þeirra.
Hversu oft? 6 skipti börn og 3 skipti foreldrar, 1 tími í senn.

Hvar? Fjölskyldumiðstöðin í Gerðubergi, Gerðubergi 3-5.

Skráning og nánari upplýsingar: Linda Hrönn Ingadóttir sálfræðingur. Upplýsingar í s. 411 1300.
Innihald námskeiðsins: Fræðsla um reiði og reiðikveikjur, leiðir til að fyrirbyggja og takast á við reiði og þjálfun í reiðistjórnunaraðferðum. Byggist á hugrænni atferlismeðferð.

 

Sjálfstyrkingarnámskeið

 

Sjálfsstyrkinganámskeið
Er kennt í Foreldrahúsi vímulausrar æsku. Fyrir börn og unglinga frá 5.bekk og uppúr. 5-6.bekkur er saman, 7-8.bekkur og 9-10.bekkur. Einnig er námskeið fyrir unglinga í menntaskóla. Námskeiðin eru 10 vikur í 90 mínútur í senn. Í boði í Reykjavík og Hafnarfirði
http://www.vimulaus.is/?page_id=187

Vímulaus æska er einnig með örnámskeið fyrir foreldra „að ná sambandi við unglinginn“

 

Klifið

Býður stundum upp á sjálfstyrkinganámskeið sem heitir fjársjóðsleit snýr að því að börn leiti að sínum innri fjársjóði og styrkleikum. Námskeiðinu er ætlað að styrkja sjálfsmynd barna, bæta líðan þeirra og velferð. Hentar vel fyrir börn í 2-4.bekk (7-10 ára)

http://www.klifið.id/fjarsjodsleitin-sjalfstyrkingarnamskeid