- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Á Æfingastöðinni sækja börn og ungmenni iðjuþjálfun og/eða sjúkraþjálfun. Þjónustan er fyrir öll börn og ungmenni sem þurfa aðstoð við að bæta færni sína í leik og starfi svo þau geti þroskast, dafnað og notið lífsins.
Til þess að sækja þjónustu á Æfingastöðinni þarf að hafa beiðni frá lækni. Þó er gerð sú undantekning að börn yngri en 2ja ára geta fengið 6 skipti í sjúkraþjálfun án þess að vera með beiðni.
Æfingastöðin hefur verið leiðandi í sjúkra- og iðjuþjálfun barna í yfir 60 ár. Þar starfa sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar með sérþekkingu í hæfingu og endurhæfingu barna. Boðið er upp á einstaklingsþjálfun og hópþjálfun.
Æfingastöðin sinnir einnig ákveðnum hópi fullorðinna einstaklinga, svo sem þeim sem hafa verið hreyfihamlaðir frá barnæsku. Þá er boðið upp á séhæfða þjálfun fyrir fólk með Parkinson.
Leiðarljós í öllum samskiptum, þjónustu og stefnumótun Æfingastöðvarinnar eru:
Á Æfingastöðinni er unnið eftir hugmyndafræðinni um fjölskyldumiðaða þjónustu. Úrræði og þjálfun eru ákveðin í nánu samstarfi við skjólstæðinga, fjölskyldur þeirra og aðra sem veita þeim þjónustu og/eða umönnun.
Sérstök áherslu er lögð á: