Hvolpar

Hvolpar er færniþjálfun í hóp fyrir 3-5 ára börn með frávik í hreyfiþroska.

 

Markmið:

  • Efla hreyfifærni, þol og styrk
  • Efla þátttöku og leikgleði
  • Bæta sjálfstraust, samskiptahæfni og trú á eigin getu

 

Námskeiðslýsing:

Hópurinn hittist 1 sinni í viku, klukkutíma í senn. Byrjað er í stóra sal í  samveru, leikjum og þrautabraut.  Þá er farið inn í Óskastein þar sem farið er í fínhreyfiverkefni og spil. Foreldrar eða stuðningur úr leikskóla fylgir barninu og aðstoðar eftir þörfum.

 

Staður:

Æfingastöðin, Háaleitisbraut 13.

 

Tími:

Fimmtudagar kl 10-11:15,  alls 13  skipti.

 

Umsjón:

Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar.

Ábyrgðarmaður: Áslaug Guðmundsdóttir 

Til baka í yfirlit hópa