Íþróttahópur

Íþróttahópur er hópþjálfun fyrir krakka í fyrstu bekkjum grunnskóla ( 6-8 ára) sem þurfa hvatningu, aukið sjálfstraust og betri líkamlega og félagslega færni til að taka þátt í leik og tómstundum með jafnöldrum.

 

Markmið:

  •   Efla grófhreyfifærni, þol og styrk
  •   Efla þátttöku og leikgleði
  •   Bæta hæfni í samskiptum og trú á eigin getu

 

Námskeiðslýsing:

Þjálfunin er fjölbreytt og miðast   við að efla undirstöðuatriði í grófhreyfifærni, boltafærni og leikskilningi.   Lögð er áhersla á gott skipulag, sjónrænar leiðbeiningar og endurtekningu.

Stuttur kynningarfundur fyrir   foreldra og börn er  í upphafi fyrsta   tíma og viðtal við foreldra við lok námskeiðs.

Samvinna   við foreldra og /eða aðra fjölskyldumeðlimi er mikilvægur þáttur í  námskeiðinu og verður gert ráð fyrir þátttöku þeirra annan hvern tíma.

 

Staður:

Æfingastöðin Háaleitisbraut 13

 

Tími:

2x í viku, 45 mínútur í senn, alls   um 16  skipti.

Námskeið á vor- og haustönn. 

 

Umsjón:

Sjúkraþjálfarar

Ábyrgðarmaður: Áslaug Guðmundsdóttir

 

Til baka í yfirlit hópa