- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Leiðarljós í öllum samskiptum, þjónustu og stefnumótun Æfingastöðvarinnar eru:
Markmið þjónustu Æfingastöðvarinnar að efla sjálfstæði og þátttöku barnsins og fjölskyldunnar svo það blómstri og öðlist aukin lífsgæði.
Samvinna skiptir þar öllu máli. Aðeins með náinni samvinnu við barnið, fjölskylduna og aðra sem veita þeim þjónustu eða umönnun er mögulegt að öðlast heildstæða sýn á þarfir barnsins og miða þjónustuna við getu þess, áhuga og umhverfi.
Starfsfólk Æfingastöðvarinnar leggur sig fram við að bera virðingu fyrir margbreytileika og mismunandi sjónarhornum. Það veit að börn og fjölskyldur eru sérfræðingar í sínu lífi og þekkja best eigin aðstæður, getu og þarfir.
Með samvinnu getur barnið náð lengra.