Þjónustusamningur

Æfingastöðin veitir þjónustu á grundvelli þjónustusamnings Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við Sjúkratryggingar Íslands.

Samningurinn kveður á um að Æfingastöðin veiti skjólstæðingum sínum alhliða og sérhæfða meðferð og vinni að faglegri þróun og aukinni þekkingu í hæfingu og endurhæfingu. Æfingastöðinni ber að nýta vel það fé sem Sjúkratryggingar Íslands greiða vegna samningsins og uppfylla ákveðnar gæðakröfur samkvæmt gæðaáætlun Velferðarráðuneytisins.