Færir forsetanum hljómdisk afa síns

Elva Rós færði Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra fyrsta diskinn af Bjarta Brosi í útgáfuteiti í …
Elva Rós færði Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra fyrsta diskinn af Bjarta Brosi í útgáfuteiti í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær

Óli Jóns, fyrrum handboltakappi og upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar safnar nú fé til styrktar Styrktarfélaginu og Reykjadal í tilefni af útgáfu hljómplötunnar Bjarta Bros. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fékk fyrsta eintak hljómplötunnar afhenta í útgáfuteiti plötunnar í gær.

Það var Elva Rós, fimm ára afastelpa Óla, sem afhenti Bjarna plötuna en hún fer til Bessastaða í dag til þess að afhenda forseta Íslands hljómplötuna. Elva  Rós fæddist fyrir tímann og er með tvenndarlömun eða CP. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Þýskalandi en hefur komið í æfingar á Æfingastöðinni.

Gefur 500 eintök af geisladisknum og hvetur fólk til að leggja inn á styrktarreikning

Óli ætlar að gefa 500 eintök af hljómplötunni Bjarta Bros og hvetur fólk til þess að leggja inn á styrktarreikning. „Ég ætla að gefa 500 eintök af hljómplötunni og bendi fólki um leið á að það geti lagt inn á reikning Styrktarfélagsins ef það hefur áhuga á málefninu. Ég stend einn að öllum kostnaði við útgáfuna,“ segir Óli. Söfnunarfé verkefnisins verður varið í starfsemi Reykjadals.

Elva Rós mætir til Bessastaða í dag kl. 15:30 ásamt afa sínum og fjölskyldu til þess að afhenda forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni eintak af hljómplötunni Bjarta Bros.