Hörður kjörinn formaður stjórnar á aðalfundi SLF

Hörður Sigurðsson var kjörinn formaður stjórnar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðastliðinn föstudag, 18. maí. Baldvin Bjarnason fráfarandi stjórnarformaður tilkynnti að hann ætlaði að láta af stöðu stjórnarformanns enda hafi hann náð þeim markmiðum sem hann setti sér þegar hann varð formaður stjórnar. 

Baldvin kynnti skýrslu stjórnarinnar fyrir árið 2017 á fundinum og Sigríður Helga Sveinsdóttir löggildur endurskoðandi hjá KPMG kynnti ársreikning.

Kosið var í framkvæmdaráð en meðlimir í ráðinu eru kjörnir til þriggja ára. Þeir sem tóku sæti árið 2015 duttu því út en gáfu allir kost á sér til endurkjörs. Andrés Páll Baldursson, sem hefur unnið í Reykjadal um árabil og leysti Margréti Völu Marteinsdóttur verkefnastjóra og forstöðumann Reykjadals af síðastliðið sumar, sóttist einnig eftir sæti í framkvæmdaráði. Fundarmenn greiddu atkvæði í leynilegri atkvæðagreiðslu  og var niðurstaðan sú að Andrés Páll var kjörinn í ráðið og tekur sæti Atla Lýðssonar. Aðrir fyrrum meðlimir framkvæmdaráðs voru endurkjörnir.  

Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra kosin í ágúst 2018

Hörður Sigurðsson, formaður

Baldvin Bjarnason, varaformaður

Alda Róbertsdóttir, ritari

Bryndís Snæbjörnsdóttir, meðstjórnandi

Sara Birgisdóttir, meðstjórnandi.

 

Framkvæmdaráð SLF

 

Kosin í maí 2018

Andrés Páll Baldursson                              
Guðbjörg Eggertsdóttir            
Sara Birgisdóttir                       
Sturla Þengilsson                     
Theodór Karlsson     

 

Kosin í ágúst 2017

Bryndís Snæbjörnsdóttir                            
Steinunn Lorenzdóttir              
Hörður Sigurðsson                    
Baldvin Bjarnason  
Gerður Aagot Árnadóttir      

 

Kosin í maí 2016

Alda Róbertsdóttir                    
Auðbjörg Steinbach                  
Björg Stefánsdóttir                    
Helga Jóhannsdóttir                  
Svava Árnadóttir                    

 

Framkvæmdastjóri

Vilmundur Gíslason