Klapplið hlaupara Reykjadals og SLF á Eiðistorgi á laugardaginn

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er á laugardaginn og fjöldi sprækra hlaupara hefur safnað áheitum fyrir Reykjadal og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Við ætlum að þakka þeim fyrir okkar framlag og stuðning með því að styðja þá og hvetja áfram í hlaupinu.
 
Hvati hvolpur ætlar að mæta á svæðið og halda uppi stemningu – með buffið sitt auðvitað!
 
Við ætlum svo að halda uppi stuði og fjöri í anda Reykjadals, spila tónlist og upplifa þessa sérstöku Reykjavíkurmaraþonsstemningu saman!
 
Sjáumst vonandi sem flest!
Við verðum hjá Eiðistorgi, merkt í bak og fyrir frá 9:45 – 11. Þið leitið bara að mesta fjörinu og Hvata auðvitað. Svo getið þið líka hringt í Hrefnu s. 823-6030 ef þið bara finnið okk...ur ekki ;)
Sjáumst í banastuði og hvetjum þessar hetjur til dáða!
Það er ennþá hægt að heita á hlauparana:
SLF: https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/341/styrktarfelag-lamadra-og-fatladra
Reykjadalur: https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/316/reykjadalur
Ykkar stuðningur er okkar styrkur!