Kolbrún nýr yfirsjúkraþjálfari

Kolbrún Kristínardóttir
Kolbrún Kristínardóttir

Kolbrún Kristínardóttir tók við sem yfirsjúkraþjálfari á Æfingastöðinni í byrjun árs. Kolbrún lauk B.Sc prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vorið 2006 og meistaraprófi frá Háskólanum í Lillehammer 2016.

Kolbrún hóf störf á Æfingastöðinni í ársbyrjun 2017 en hún hafði áður starfað á Æfingastöðinni, frá 2006 og þar til hún flutti til Noregs haustið 2007. Í Noregi starfaði Kolbrún meðal annars sem sjúkraþjálfari barna og unglinga í Osló og Lillehammer. Einnig starfaði hún sem sjúkraþjálfari í ungbarnaeftirliti heilsugæslunnar og í þverfaglegu teymi á taugadeild barna við Ullevaal sjúkrahúsið í Osló.

Kolbrún tók við starfi yfirsjúkraþjálfara 1.janúar 2020. Hún tók við af Áslaugu Guðmundsdóttur sem gegnt hefur stöðu yfirsjúkraþjálfara frá 2005. Áslaug heldur áfram störfum á Æfingastöðinni sem sjúkraþjálfari.