Leiðbeiningar Landlæknis fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19

Í leiðbeiningum sem Landlæknisembættið gaf út fyrir helgi vegna útbreiðslu COVID-19 kemur fram að einstaklingar með undirliggjandi vandamál séu í aukinni hættu á alvarlegri sýkingu smitist þeir af veirunni. Því viljum við brýna fyrir skjólstæðingum okkar og aðstandendum þeirra að meta hvort rétt sé að koma til okkar í þjálfun eða að fresta tímanum. Það er sjálfsagt að fresta tímanum í síma 535-0900 og einnig er hægt að senda þjálfurum tölvupóst.

Handhreinsun er sem fyrr enn mikilvægasta leiðin til að verjast smiti

„Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir alla til að forðast smit. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur ef hendur eru óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti s.s. hurðahúna og stigahandrið má hreinsa með handspritti.ׅ“ – segir í leiðbeiningunum.

Leiðbeiningar fyrir áhættuhópa má nálgast hér

Við biðlum svo til þeirra sem hafa minnsta grun um smit að koma alls ekki til okkar.

Við höfum gripið til ráðstafana til þess að bæta sóttvarnir, fylgjum fyrirmælum Almannavarna og fylgjumst með stöðunni á hverjum tíma.