Styrkur frá KKÞ fyrir gervigrassparkvelli í Reykjadal

 Reykjadalur hlaut styrk í fyrstu úthlutun úr samfélagssjóði Kaupfélags Kjalarnesþings 

 

Þann 2. febrúar fór fram fyrsta úthlutun úr samfélagssjóði Kaupfélags Kjalarnesþings  en úthlutað var samtals 16 milljónum. Hlutverk sjóðsins er að úthluta fjármunum til starfa sem vinna að almannaheillum svo sem æskulýðs – og menningarmála eða góðgerðar – og líknarmála á félagssvæði KKÞ sem nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjósarhrepp.

Reykjadalur fékk styrk að upphæð 3 milljónir króna til þess að nota í uppbyggingu á glænýjum gervigrassparkvelli á útivistarsvæði. Framkvæmd á sparkvelli er ein af mörgum til að uppbyggja allt útisvæðið en framkvæmdir verða teknar í áföngum.

Aðrir sem fengu styrk úr sjóðnum voru; Björgunarsveitin Kyndill, Félagsstarf aldraðar fyrir Eirhamra, félag aldraðra FaMos, Hestamannafélagið Hörður, Rauði Krossinn í Mosfellsbæi, Skátafélagið Mosverjar, Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, Ungmennafélagið Afturelding og Ungmennafélag Kjalnesinga.

Nánar um úthlutunina er hægt að lesa í frétt úr Mosfellingi hér.

 

Tíu fengu styrk að þessu sinni en fulltrúar félaganna eða samtakanna sem hlutu styrk sjást hér á mynd ásamt stjórnarformönnum sjóðsins.