Salan er hafin á jólahappdrætti SLF

Vinátta
Vinátta

Sala á jólahappdrættismiðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er hafin en ágóðinn af sölunni rennur að þessu sinni til Æfingastöðvarinnar. Dregið verður út úr happdrættinu 24. desember.  

Hægt er að kaupa happdrættismiða með því að smella hér.


Vinningarnir eru ekki af verri endanum. En vinningar eru 110 talsins að heildarverðmæti 39.400.000 kr. 

 

1. -2. Toyota Yaris Hybrid Live að verðmæti kr. 3.050.000 hvort bifreið. 

3. -5. Ferðavinningar frá Heimsferðum að verðmæti kr. 600.000 
(Gildir í leiguflug hjá Heimsferðum)

6. - 110. Ferðavinningar frá Heimsferðum að verðmæti kr. 300.000 
(Gildir í leiguflug hjá Heimsferðum) 



HVER DAGUR BÝÐUR UPP Á NÝJA LEIKI OG ÁSKORANIR

Að læra að vinna saman í hóp og öðlast færni til að takast á við daglegar áskoranir er ekki bara mikilvægt og gagnlegt heldur getur það einnig verið skemmtilegt. Á Æfingastöðinni er árangur eitt helsta markmiðið og þar getur samvinna oft spilað lykilhlutverk. Þangað sækja börn og ungmenni í iðju - og sjúkraþjálfun þar sem áhersla er lögð á að efla þau bæði í leik og í starfi með öflugri og jafnframt skemmtilegri hópa - og einstaklingsvinnu. 


Happdrætti hefur lengi verið aðal fjáröflunarleið Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.  Allt uppbyggingar- og þróunarstarf félagsins hefur byggst á velvild almennings en sú mikla velvild hefur skipt gríðarlegu máli og gert félaginu kleift að skapa þá umgjörð sem það starfar við í dag.