Skert starfsemi á föstudag vegna vinnustofu um CP eftirfylgni

Starfsemi á Æfingastöðinni verður skert á föstudaginn kemur, 12. maí, vegna vinnustofu sem er haldin í tengslum við CP eftirfylgni.

Skjólstæðingum Æfingastöðvarinnar og Endurhæfingar-þekkingarsetur með CP og CP lík einkenni hefur verið boðið upp á að taka þátt í CP eftirfylgni sem er sænskt eftirfylgnikerfi CPUP (CP Uppföljning) sem  notað er í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og víðar til að fylgjast með heilsu og færni einstaklinga með CP.

Vinnustofan er ætluð þjálfurum sem veita þessa þjónustu og er liður í að auka gæði þjónustunnar. Að þessu sinni mun Elisabet Rödby Bousquet sjúkraþjálfari fara yfir verklega þætti með þjálfurum, auk þess að kynna dæmi um rannsóknir sem gerðar hafa verið í tengslum við CPUP. Elísabet hefur áður kynnt forsögu og markmið CPUP en í ár er gert ráð fyrir að áhersla verði á verklega framkvæmd þjálfara.

Vegna vinnustofunnar verður starfsemi á Æfingastöðinni skert og tækjasalur lokaður. Við biðjumst velvirðingar á því.