Fjórir nýjir starfsmenn á Æfingastöðinni

 

Fjórir nýjir starfsmenn hófu störf á Æfingastöðinni nýverið, þær Evelin Fischer iðjuþjálfi, Hildigunnur Halldórsdóttir íþróttafræðingur, Kolbrún Kristínardóttir sjúkraþjálfari og Kristín Dís Guðlaugsdóttir iðjuþjálfi.

Evelin mun sinna iðjuþjálfun. Hún lauk B.Sc prófi í iðjuþjálfun frá Háskólanum í Þyskalandi árið 2006 og Sensory Integration clinical training frá Háskóla í Los Angeles árið 2009. Áður starfaði hún sem stuðningsfulltrúi í leikskóla í eitt ár. Þá starfaði hún í 9 ár með börnum, 12 ára og yngri, á iðjuþjálfunarstofu í Vín í Austurríki.

Hildigunnur tekur starf aðstoðarmanns sjúkraþjálfara. Hún lauk B.Sc prófi í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013 og áætlar að ljúka meistaranámi í hreyfivísindum frá Háskóla Íslands vorið 2017. Hildigunnur hefur starfað sem þjálfari frá 2013.

Kolbrún er komin aftur til starfa hjá Æfingastöðinni eftir tíu ára fjarveru. Hún hóf fyrst störf á Æfingastöðinni vorið 2006 þegar hún útskrifaðist sem sjúkraþjálfari. Haustið 2007 hélt hún til náms í Noregi og starfaði þar sem sjúkraþjálfari barna og unglinga, meðal annars í þverfaglegu teymi á taugadeild barna við Ullevaal sjúkrahúsið í Oslo. Hún starfaði einnig í heilsugæslunni í tengslum við ungbarnaeftirlit, auk sjúkraþjálfunar barna og unglinga í leikskólum, skólum og í heimahúsum. Kolbrún er nú flutt aftur heim og hóf aftur störf hér á Æfingastöðinni 1.febrúar.  

Kristín Dís lauk B.sc. prófi í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri vorið 2014. Hún starfaði áður á Avesta Lasarett - Landstinget Dalarna í Svíþjóð frá júní 2015 til loka mars 2016.

Við bjóðum Evelin, Hildigunni, Kolbrúnu og Kristínu Dís velkomnar til starfa!