Umsóknarfrestur um sumardvöl í Reykjadal er 1. febrúar

Sækja þarf um sumardvöl í Reykjadal sumarið 2018 fyrir 1. febrúar næstkomandi.

Hér er hægt að fylla út umsóknareyðublað.

Gleði, jákvæðni og ævintýri lýsa vel þeirri starfsemi sem fram fer í Reykjadal, en þar rekur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sumar- og helgardvalarstað fyrir fötluð börn og ungmenni. Frá maílokum fram í miðjan ágúst er boðið upp á sumardvöl og yfir vetrarmánuðina er boðið upp á helgardvöl. Hvert barn getur dvalið í sex daga eða 13 daga yfir sumartímann og tvær helgar yfir vetrartímann.

Allar nánari upplýsingar hjá Margréti Völu Marteinsdóttur, forstöðumanni Reykjadals.