Við leitum að iðjuþjálfa í fullt starf

Við hjá Æfingastöðinni leitum að öflugum iðjuþjálfa í 100% starf. Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni er nauðsynleg. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á starfi með börnum.

Hlutverk Æfingastöðvarinnar er að efla börn og ungmenni með skerta færni og stuðla að virkri þátttöku þeirra í samfélaginu. Iðjuþjálfar Æfingastöðvarinnar vinna með dagleg viðfangsefni sem tengjast eigin umsjá, leik, námi og tómstundaiðju. Unnið er eftir hugmyndafræði um fjölskyldumiðaða þjónustu.

Hér er hægt að sækja um

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gerður Gústavsdóttir yfiriðjuþjálfi í síma 535-0900 eða á gerdur@slf.is.

Æfingastöðin er sjálfstæð heilbrigðisstofnun, rekin af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Nánar um Æfingastöðina hér.