Við leitum að sjúkraþjálfara

Störf sjúkraþjálfara eru fjölbreytt.
Störf sjúkraþjálfara eru fjölbreytt.

Æfingastöðin óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara frá 1. des eða eftir samkomulagi. Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, góð samskiptahæfni, íslenskukunnátta og áhugi á þjálfun barna og ungmenna er nauðsynleg.

 

Starf sjúkraþjálfara er fjölbreytt: einstaklingsþjálfun, hópþjálfun, samráð við fjölskyldur barnanna og starfsmenn leikskóla og skóla og útvegun hjálpartækja svo eitthvað sé nefnt.  

 

Áhugasamir geta fyllt út starfsumsókn hér eða senda ferilskrá á asa@slf.is.  Frekari upplýsingar um starfið veitir Áslaug Guðmundsdóttir yfirsjúkraþjálfari.

Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.