- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Í jólaóróum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra fara saman íslenskur menningararfur, íslensk hönnun og ritsnilld ásamt mikilsverðu málefni.
Margir fremstu hönnuðir og skáld Íslendinga hafa stutt félagið með túlkun sinni á íslensku jólasveinunum og fjölskyldu þeirra. Allur ágóði af sölu óróanna rennur til Æfingastöðvarinnar sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur.
Pottaskefill í túlkun Signýjar Kolbeinsdóttur og Snæbjörns Ragnarssonar er jólaórói ársins 2016. Pottaskefill er ellefti óróinn í seríunni.
Fyrr á ferð:
Skyrgámur – Steinunn Sigurðardóttir og Sigurður Pálsson 2015.
Giljagaur – Linda Björg Árnadóttir og Bubbi Morthens 2014.
Gluggagægir – Siggi Eggertsson og Vilborg Dagbjartsdóttir 2013.
Stúfur – Þórunn Árnadóttir og Bragi Valdimar Skúlason 2012.
Leppalúði – Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir 2011.
Jólakötturinn – Hildigunnur Gunnarsdóttir, Snæfríð Þorsteins og Þórarinn Eldjárn 2010.
Ketkrókur – Hrafnkell Birgisson og Gerður Kristný 2009.
Grýla – Katrín Ólína Pétursdóttir og Hallgrímur Helgason 2008.
Hurðaskellir – Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Andri Snær Magnason 2007.
Kertasníkir – Sigga Heimis og Sjón 2006.
Jólaóróanir eru úr burstuðu stáli. Vh. Eva Þengilsdóttir.