Lokkandi - Hrafnhildur Arnardóttir 2012

Lokkandi eftir Hrafnhildi Arnardóttur er Kærleikskúla ársins 2012.

Lokkandi er rómantískur óður til líkama og sálar,

minnisvarði minninga.

Innan um skilningarvitin laumast allt og dvelur inni í flóknu landslagi holds og hugar

einsog ilmurinn úr eldhúsinu.

Hárflækjan, ímyndað landslag tilfinninga og taugaboða

sem lokka okkur inn í króka og kima hugans,

er samofin öllu – einstök og endalaus.

Hrafnhildur Arnardóttir

Hrafnhildur Arnardóttir

Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter) er fædd í Reykjavík árið 1969. Að loknu námi í Myndlista- og handíðaskólanum fór hún til náms í School of Visual Arts í New York þar sem hún býr nú og starfar. Hrafnhildur hefur sýnt verk sín víða um heim og hlotið verðskuldaða athygli og viðurkenningar. Nýlega hlaut hún hina virtu Prins Eugen orðu sænsku krúnunnar fyrir framlag sitt til lista og menningar.